Beint í efni

Emil og Skundi - Ævintýri með afa

Emil og Skundi - Ævintýri með afa
Höfundur
Guðmundur Ólafsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

Úr Emil og Skunda – Ævintýri með afa:

Það var yndislegt veður og hlýtt svo það fór ekkert illa um þau úti á planinu. En þegar þau höfðu setið þarna drykklanga stund stóð Emil á fætur.

- Ég ætla að fá að hringja í afa, sagði hann.

Hann fór inn í sjoppu þarna við hliðina og fékk að hringja. Enginn svaraði þótt hann léti símann hringja lengi lengi. Hann fór aftur til systkinanna sem sátu í kvöldsólinni og rauða hárið þeirra var svo rauðglóandi að það var engu líkara en kviknað væri í þeim. Hann hristi höfuðið.

- Ekkert svar.

- Þá er hann á leiðinni, sagði Gústi.

Í sömu svifum rauk Skundi á fætur og gelti hátt og hvellt.

- Skundi, láttu ekki svona, sagði Emil.

En um leið kom jeppaskrjóðurinn hans afa fyrir hornið á götunni. Skundi gelti aftur.

- Afi er að koma! sagði Emil og benti. Þetta er jeppinn hans. Skundi hefur þekkt í honum hljóðið. Duglegur strákur, sagði hann og klappaði Skunda sem hljóp geltandi á móti bílnum.

Og afi ók inn á bílaplanið, stansaði og snaraði sér út úr jeppanum. Lítill vexti og snaggaralegur, með rauðbirkið andlit eftir áratuga sjómennsku. Á höfðinu var derhúfan sem hann skildi aldrei við sig. Skundi flaðraði upp um hann og gelti ánægður. Hann var augsýnilega glaður að sjá afa.

(s. 22-3)

Fleira eftir sama höfund

Klukkuþjófurinn klóki

Lesa meira

Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu

Lesa meira

Fader vår

Lesa meira

Emil og Skundi

Lesa meira

Emil og Skundi - allar sögurnar

Lesa meira

Emil, Skundi og Gústi

Lesa meira

Heljarstökk afturábak

Lesa meira