Beint í efni

Enga stæla!

Enga stæla!
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1986
Flokkur
Barnabækur

Úr Enga stæla! :

 Vá, ef hann væri hrífan!
 Eða uppi í þessari körfu með henni ... undir loftbelgnum.
 Bara þau tvö, hátt, hátt uppi líðandi um himinhvolfið og ekkert nema þögnin og sólbjört borgin fyrir neðan.
 Spörum orku, elskumst hægt!
 Það fer um hann skjálfti þegar hann pælir í þessu, hann rennir augunum til hennar án þess að hreyfa höfuðið, hún er að horfa á undrið eins og allir aðrir, hvað skyldi hún vera að hugsa?
 Nei, afsakið, þetta er ekki alveg sannleikanum samkvæmt, það eru ekki allir með augun á undrinu, það er einn sem hefur öðrum hnöppum að hneppa, himnastigi með rauðleitt bólufés og skúffu. (Segjum ekki í bili hvað hann er að bauka).
 Svo er sýningin úti.
 Belgurinn líður út af sjónarsviðinu, augu vinnuhópanna og verkstjóranna koma aftur niður á jörðina, hrífum og skóflum er brugðið á loft og það fer aftur að syngja í grótinu.
 Það ríkir friður um stund en svo rekur einhver augun í stórkarlalegt klór á skólaveggnum, ÚLLI IMBAHALI OG LÉTTLYNDA LÍNA ... SÖNN ÁST og á öðrum stað annað helmingi stærra með skökkum og skældum stöfum, LÆKKIÐ KINÞROSKAALDURINN ... FYRIR STUBB!
 Þannig hefst þessi saga.
 Þegar Jón Agnar (sem tekur það til sín að hann sé Stubbur) hneggjar af hlátri og reynir (í taugaveiklun) gamalt trix að láta hrífu halda jafnvægi á nefinu...
 Þegar Úlfur Frímannsson bólgnar upp af bræði við hliðina á Línu (sem fer hjá sér en segir ekkert) og steðjar að Sigurbjarti Pálssyni (já, einmitt, það var hann, Lilli!) sem liggur ofan í hjólbörum sakleysið uppmálað og teygir bólótta skúffuna upp í sólina.
 Já, þannig hefst hún.
 Á nákvæmlega þessu andartaki ... þegar meiriháttar uppákoma er í aðsigi og moldin veltist um af hlátri.

(s. 10-11)

Fleira eftir sama höfund

Wie versteckt man rote Ohren?

Lesa meira

Bara okkar á milli

Lesa meira

Bara stælar!

Lesa meira

Bara við tvö

Lesa meira

Ævintýralegt samband

Lesa meira

Með stjörnur í augum

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Köttur úti í mýri

Lesa meira