Beint í efni

Engill í vesturbænum

Engill í vesturbænum
Höfundur
Kristín Steinsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Barnabækur

Engill í vesturbænum er eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur sem hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm fyrir bókina 2002, en auk þeirra hefur bókin hlotið fjölda annarra verðlauna, meðal annars fékk Kristín Norrænu barnabókaverðlaunin 2003 fyrir söguna.

Í Engli í vesturbænum segir frá Aski og kynnum hans af varúlfi, engli, Línu langsokk og fleiri litríkum persónum, sem allar búa í blokkinni hans.

Úr Engill í vesturbænum:

Pabbi minn heitir Pétur. Um helgar þegar ég er hjá honum förum við í sund. Fyrst fannst mér það leiðinlegt og ég vildi ekki fara. Það var af því að ég var svo hræddur við djúpu laugina. Ég var viss um að þar væru skrímsli sem myndu draga mig með sér niður á botn. Ég ríghélt í bakkann og vildi bara vera í barnalauginni. Samt er ég orðinn allt of stór fyrir hana. Oft sá ég skrímslunum bregða fyrir, kannski héldu þau að enginn sæi til þeirra en ég sá þau. Sum voru græn og slímug, önnur fjólublá með rauð augu og ótal arma eins og kolkrabbar. Mig dreymdi skrímslin og armana sem gripu æpandi börn og stungu þeim upp í sig ... vaknaði í svitakófi með verk í maganum.
Pabbi spurði mig af hverju ég æpti upp úr svefninum og ég sagði honum drauminn.
Þá lofaði hann að vera alveg við hliðina á mér og sagðist skyldu kaupa pitsu í hvert skipti sem ég vildi synda svolítið með sér. Ég mátti ráða áleggstegundunum.
Stundum varð ég að grípa í hann, þegar ég ruglaðist í sundinu af því að ég fann slímugan arm læsast um fótinn á mér og ég byrjaði að sökkva. En ég hélt samt áfram.
Núna syndum við um alla laug og ég er farinn að stinga hausnum ofan í. Og hvernig sem ég kíki sé ég ekki eitt einasta skrímsli. Það er engu líkara en að þau séu farin. Kannski hafa þau gufað upp eða flogið í burtu. Þegar ég sagði pabba frá þessu varð hann mjög feginn. Þann dag fengum við okkur stóra pitsu, kók, franskar og líka hvítlauksbrauð.


Fleira eftir sama höfund

Abrakadabra

Lesa meira

Abrakadabra

Lesa meira

Vítahringur: Helgusona saga

Lesa meira

Rissa vill ekki fljúga

Lesa meira

Leyndarmál Húna litla

Lesa meira

Af því mér þykir svo vænt um þig

Lesa meira

Átti börn og missti

Lesa meira

Keli þó! umferðarleikrit fyrir skóla og forskóla

Lesa meira