Beint í efni

Feigðarför

Feigðarför
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Appointment With Death eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars

Ferðalangur finnst látinn í hinni fornu borg Petra í Landinu helga og margt bendir til þess að um morð hafi verið að ræða. Sem betur fer er leynilögreglumaðurinn Hercule Poirot á ferð á sömu slóðum og lofar að leysa málið innan sólarhrings!

Úr bókinni:

„Það verður að drepa hana, þú skilur það, ekki satt?“

Spurningin ómaði í kvöldkyrrðinni, en virtist svo fjara út í myrkrið í áttina að Dauðahafinu.

Hercule Poirot stóð kyrr eitt augnablik og hélt um gluggakrækjuna.

Hann gretti sig og lokaði svo glugganum einbeittur á svip. Þar með gat í kvöldloftið ekki lengur valdið neinum skaða! Hercule Poirot hafði verið alinn upp við það að halda ætti útiloftinu utandyra og að kvöldloft væri sérstaklega heilsuspillandi.

Poirot dró gluggatjöldin varlega fyrir, gekk í áttina að rúminu og brosti í kampinn.

„Það verður að drepa hana, þú skilur það, ekki satt?“

Það var undarlegt að leynilögreglumaðurinn Hercule Poirot skyldi óvart heyra slík ummæli fyrsta kvöldið sitt í Jerúsalem.

„Sama hvert ég fer, alltaf þarf eitthvað að minna mig á glæpi!“ tautaði hann.

Poirot brosti áfram og rifjaði upp sögu sem hann hafði heyrt um rithöfundinn Anthony Trollope. Trollope hafði verið á skipi á leiðinni yfir Atlantshaf og heyrt tvo farþega ræða um nýútkominn hluta einnar skáldsögu hans.

„Mjög gott,“ hafði annar þeirra sagt, „en hann ætti að koma gömlu konunni fyrir kattarnef, hún er svo þreytandi.“

Rithöfundurinn hafði brosað sínu breiðasta og sagt við þá: „Herrar mínir, kærar þakkir! Ég ætla að fara og drepa hana undir eins!“

Hercule Poirot velti því fyrir sér í hvaða samhengi ummælin sem hann heyrði höfðu verið viðhöfð. Ef til vill voru einhverjir að vinna saman að leikriti eða bók.

Hann kímdi.

„Ef til vill kemur í ljós einhvern daginn að orðin hafa haft skuggalegri merkingu,“ hugsaði hann.

Nú mundi hann að það hafði verið undarlegur taugatitringur í röddinni – skjálfti sem bar vott um einhvers konar andlegt álag. Rödd karlmanns eða unglings.

Hercule Poirot slökkti ljósið og hugsaði með sér: „Ég myndi þekkja þessa rödd aftur …“

(9-10)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira