Beint í efni

Gatið

Gatið
Höfundur
Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Umsvifamikill fjárfestir finnst látinn í Gálgahrauni, á hinum forna aftökustað sem blasir við frá Bessastöðum. Barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík er tilkynnt um lítinn dreng sem er aleinn og yfirgefinn í ókunnugri íbúð. Og fjórir vinir óttast að leyndarmál þeirra verði afhjúpað.

Við lausn málsins leggja saman krafta sína Huldar lögreglumaður og sálfræðingurinn Freyja sem lesendur þekkja úr fyrri sögum Yrsu; AflausnSoginu og DNA.

Úr bókinni

„Stopp!“ Rödd Línu hljómaði eins og hún væri vön því að sér væri hlýtt. Það var kostulegt í ljósi þess hvað hún var ung og reynslulaus. Huldar hafði rennt yfir ferilskrána þegar von var á henni og séð a ð hún hafði unnið dæmigerð sumarstörf. Í bæjarvinnu fyrir norðan, á kassa í matvörubúð, í fiski og í kvikmyndahúsi. Það var erfitt að sjá hvert þessara starfa hafði fært henni valdsmannslegan tóninn. Kannski hafði hún orðið sér úti um hann við að skipa bíógestunum að slökkva á farsímunum áður en sýning hæfist.

„Þú gefur ekki skipanir hér.“ Erla var sótsvört í framan yfir inngripi nemans. Hún veifaði höndunum að þeim sem stóðu umhverfis líkið og sagði þeim að koma því á börurnar.

„En …“ Lína var ekki af baki dottin.

„En fokking hvað? Skilur þú andskotann ekki mælt mál?“ Erlu var mikið niðri fyrir og eins og hennar var von og vísa kallaði það á blótsyrði.

Huldar gretti sig í framan í Línu í von um að hún þagnaði. En hún leit ekki á hann heldur hélt ótrauð áfram. „Sjáið þið ekki? Á bringunni á honum?“ Hún benti á líkið.

Flestir áttuðu sig á því að það að fylgja fingri hennar með augunum myndi reita Erlu til enn meiri reiði. En það var erfitt að láta það ógert. Einna f öðrum sneru menn sér að bringu hins látna þar sem sjá mátti örlitla málmplötu sem gægðist upp úr hnepptum frakka. Flestir settu upp spurnarsvip og hölluðu sér ósjálfrátt nær. Huldar vissi aftur á móti upp á hár á hvað hann starði. Þetta var haus á nagla. Líklega fírtommu. Undir honum máti sjá rifrildi af pappír eins og naglinn hefði átt að festa miða við manninn.

Erla virtist einnig hafa áttað sig og stundi aftur. Nú enn hærra en fyrr og af meiri innlifun.

Þetta var tæplega sjálfsmorð. Fáir hefðu í sér þá einurð að reka sjálfa sig á hol með sverum nagla. Sérstaklega ekki í brjóstið. Þau stóðu að öllum líkindum á vettvangi morðs sem þau höfðu komið að eins og algerir viðvaningar. Í öllum flýtinum hafði réttarmeinafræðingur ekki einu sinni verið kvaddur á staðinn.

Í fyrsta sinn frá því hún hóf starfsþjálfunina átti lína alveg rétt á því að láta í ljós hneykslun sína.

„Stígið frá.“ Erla hljómaði yfirveguð þótt það væri auðvitað fjarri sanni. „Breiðið eitthvað yfir manninn svo hann sjáist ekki frá Bessastöðum. Ekki einu sinni með kíki. Felið hann undir grasi eða einhverju sem mun falla inn í umhverfið.“ Hún lokaði augunum og neri þau ergileg. „Komum svo í burtu og bíðum þessa andskotans snobbheimsókn af okkur.“

(19-21)

Fleira eftir sama höfund

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Ultimes rituels

Lesa meira

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Þar lágu Danir í því

Lesa meira

Kolmas Märk

Lesa meira

Cinza e Poeira

Lesa meira