Beint í efni

Geðbilun í ættinni og aðrar sögur

Geðbilun í ættinni og aðrar sögur
Höfundur
William Saroyan
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Smásagnasafnið Madness in the Family and Other Stories eftir William Saroyan í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Úr Geðbilun í ættinni

Nestisferð

Beint í augun, það er ekkert sem jafnast á við sólina, sérstaklega eftir hér um bil viku af slæmu veðri, vindi, regni, þoku og þungum svargráum skýjum - ekkert jafnast á við það þegar sólin rennir sér aftur niður himinhvolfið ofan í Kyrrahafið. Það eru margir sem þola ekki að sólin skuli setjast, sem finnst þeir munaðarlausir þegar hún er að fara, og þegar hún er rofin virðist einangrun þeirra algjör áa því andartaki, og þeir geta stundum ekki munað hverjir þeir eru eða hvernig allt er sem þeir telja sig hafa vitað.

Það jafnast heldur ekkert á við morgunsólina, þegar hún kemur upp þarna fyrir handan, og hún er í raun býsna ólík því sem hún er þegar hún sest. Þetta er auðvitað alltaf sama sólin, en hún breytist ögn með hverri klukkustund sem líður. Margir eiga líka erfitt með að taka við því sem sólin hefur að bjóða á morgnana, þar sem hún er svo algerlega ný og fersk og knýr fram óhamdar væntingar em reynslan hefur leitt í ljós að ekki er hægt að uppfylla.

Það jafnast heldur ekkert á við sólina á hádegi, þegar hún er allra best í augum flestra, þegar væntingar dögunarinnar bíða átekta og kvíðinn sem fylgir síðdeginu eða kvöldbyrjun er enn ekki komin. Á hádegi eru sólin og allir á miðri leið og láta sér bæði fortíð og framtíð í léttu rúmi liggja.

Allt er í lagi, fullkomlega, hvernig sem maður hefur það eða hvernig sem maður er undir sólinni eða hvernig sem maður horfir á hana; koma upp eða hanga beint yfir höfði manns eða dálítið til hliðar eða á niðurleið, þótt hún sé aldrei algerlega skilin, elskuð, hjartafólgin eða nýtt til hins besta.

(51-2)

Fleira eftir sama höfund

Ég heiti Aram

Lesa meira