Beint í efni

Gefið hvort öðru

Gefið hvort öðru
Höfundur
Svava Jakobsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1982
Flokkur
Smásögur

Úr Gefið hvort öðru:

Í herbergi sínu stóð brúðurin og virti fyrir sér mynd sína í spegli. Hvítur brúðarkjóllinn féll svo mjúklega að líkama hennar að svo var sem hann hefði öðlast næmleik nakins hörunds; sítt pilsið liðaðist létt niður með mjöðum og sveigðist að ökklum, reiðubúið að fylgja henni hvert fótmál sem hún stigi. Yfir enni og björtum lokkum reis brúðarkórónan sem af gáska og örlæti sleppti ógrynni af blúndu niður á grannar axlir. Vorsólin á glugganum léði spegilmyndinni bláhvítan ljóma og brúðurin horfði hugfangin á sjálfa sig. Svipurinn lýsti barnslegri hrifningu líkt og á telpukorni sem horfir á brúðu í búðarglugga áður en ágirndin nær á henni tökum: skær augun ljóma, vitundin horfin inn í brosandi veröld. En hvað brúðan er fín!
 Svo áttaði hún sig og leit á klukkuna. Tíminn leið óðfluga. Innan skamms átti hún að vera mætt fyrir altari við hlið unnusta síns, mannsins sem hafði beðið um hönd hennar. Og hún hafði lofað að gefa honum hana. Ætti hún að geta efnt þetta loforð varð hún að hafa hraðan á. Nú voru síðustu forvöð að taka til hendi. Enn einu sinni renndi hún augum yfir snyrtiborðið til að fullvissa sig um að allt væri til reiðu. Á öðrum borðsendanum stóð hreint handklæði, skál með vatni, baðmullarhnoðrar í krukku og stór uppvafin lengja af sáratrafi. Á hinn borðsendann hafði hún breitt plastdúk til að verja plötuna skemmdum. Hún opnaði efstu skúffuna í snyrtiborðinu og tók þaðan öxi. Öxina bar hún upp að birtunni og íhugul á svip renndi hún fingri yfir eggina. Síðan lagði hún aðra hönd á plastdúkinn, með hinni hóf hún öxina á loft, miðaði, og með snöggu átaki hjó hún af sér höndina.

(s. 9-10)

Fleira eftir sama höfund

Reicht euch ...

Lesa meira

Küche auszumessen

Lesa meira

Frau mit Spiegel

Lesa meira

Krabbentierchen, Hochzeit, Tod

Lesa meira

Eine Geschichte für Kinder

Lesa meira

Party an der Mauer aus Natursteinen

Lesa meira

Kvinde med spejl: noveller

Lesa meira

Veisla undir grjótvegg

Lesa meira

Stórbók: Tólf konur ; Veisla undir grjótvegg ; Leigjandinn ; Gefið hvort öðru ; Gunnlaðar saga ; Undir eldfjalli

Lesa meira