Beint í efni

Góðir farþegar

Góðir farþegar
Höfundur
Sindri Freysson
Útgefandi
Sögur
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni:

6A

Fyrstu konunni
var ég kvæntur í fimmtán ár
Hún reyndi að stinga mig með eldhúshnífi
Ég sá skuggann á vegg
og flúði út um baðglugga
Eftir að ég fór
gleymdi hún dóttur okkar
úti í vagni
heila vetrarnótt
Annarri konunni
bjó ég með í fjörutíu ár
Hún sagði ekki margt
en það sem hún sagði
var ágætt
Hún fleygði mér á dyr
áttræðum
og hafði ekki um það mörg orð
En þegar ég dey
og ég dey
mun ég biðja um að í kistuna
verði látin ljósmynd
af konu
sem ég sagði engum frá
konunni sem ég týndi
Ég hef falið þessa mynd
síðan ég var tuttugu og fimm ára
Hún er orðin ögn slitin
á köntunum
en mjúku formin
þau mást aldrei

(14-5)

Fleira eftir sama höfund

Fljótið sofandi konur

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Smásögur og ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Dóttir mæðra minna

Lesa meira

Ljóðveldið Ísland

Lesa meira

Skuggaveiði

Lesa meira

Flóttinn

Lesa meira

(M)orð og myndir

Lesa meira

Augun í bænum

Lesa meira