Beint í efni

Hamingjuvegur

Hamingjuvegur
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Lyckliga gatan eftir Lizu Marklund í þýðingu Ísaks.

Um bókina:

Þegar stjórnmálamaðurinn Ingemar Lerberg finnst á ríkmannlegu heimili sínu í úthverfi Stokkhólms, nær dauða en lífi eftir pyntingar, kemur í hlut lögreglukonunnar Ninu Hoffmann að rannsaka málið en blaðakonunnar Anniku Bengtzon að skrifa um það. Eiginkona Lerbergs er horfin og því dýpra sem þær stöllur grafa eftir sannleikanum, hvor á sinn hátt, afhjúpast fleiri leyndarmál auðmannahverfisins.

Úr bókinni:

Anders Schyman aðalritstjóri virti hið víðkunna bros Ingemars Lerberg fyrir sér á tölvuskjánum: snjóhvítar tennur, spékoppar í kinnum, neonblá augum. Hann stóð á bryggjusporði fyrir farman stórt olíuskip, í léttum sportjakka, skyrtan fráhneppt í hálsinn, vindurinn ýfði hárið.

Ansi myndarlegur náungi. Þeir höfðu þekkst í tíu ár, kannski lengur, fimmtán? Um tíma höfðu þeir verið saman í stjórnarnefnd Rotaryklúbbsins, þótt samskipti þeirra hefðu orðið slitróttari eftr afhjúpunina á skattamálum Lerbergs. Kvöldblaðið hafði auðvitað ekki getað sýnt Lerberg einhverja sérstaka tillitsemi vegna þess að aðalritstjórinn var Rotarybróðir skattsvikarans.

Hver skyldi hafa viljað fara svona illa með hann?

Schyman endurræsti síðuna til að fá nýjstu fréttir af líkamsárásinni. Annika Bengtzon hafði sett mynd af vettvangi inn á Twitter, svo virtist sem fjölmiðlar væru mjög uppteknir af málinu. Það fannst ekkert mótíf, engin merki um hótanir og engar vísbendingar. Erfiðar aðstæður.

Hann vafraði aftur yfir á heimasíðu Lerbergs (eða réttara sagt heimasíðu fyrirtækis hans, www.itc.se, skammstöfunin stóð fyrir International Transport Consultant AB.) Lerberg virtist vera öflugur athafnamaður, lúrinn í öllu sem viðkom skipum og siglingum, eitthvað tengdur stafrænum búnaði varðandi farmflutninga á sjó. Þess utan var hann mjög áhugasamur um gerð nýrrar hafnar í Saltsjöbaden, sannkallaðrar glæsihafnar fyrir seglskútur og ferjur.

En hann hafði auðvitað verið þekktastur sem stjórnmálamaður.

Schyman sló inn lerberg stjórnmálamaður saltsjöbaden. Efst birtust nokkrar niðurstöður úr hans eigin blaði, og hann var alltaf jafn ánægður þegar það gerðist, þótt hann vissi ósköp vel að niðurstöðurnar tóku mið af fyrri leitum hans. Hann renndi augunum  nður eftir skjánum og næstum lengst niðri rak hann augun í þráð umræðutorgs sem varð til þess að hann hallaði sér nær.

Slúður um valdamenn í Saltsjöbaden.

Auk nafns Lerbergs og fleiri sá hann þar sitt eigið.

Anders Schyman, Riddari Sannleikans.

Hvað var þetta?

(30-1)

Fleira eftir sama höfund

List friðarins

Lesa meira

Mannveiðihandbókin

Lesa meira

Ský fyrir ský: ljóð 1982-1995

Lesa meira

Er hvergi hægt að gráta?: Mein og lækning kynferðislegrar misnotkunar

Lesa meira

Á fjalli lífs og dauða: sönn frásögn af harmleik á Everest

Lesa meira

Stokkseyri

Lesa meira

Þú sem ert á himnum... þú ert hér! Játningasaga

Lesa meira

Þriggja orða nafn

Lesa meira

Slý: náttbók fyrir draumfærslur

Lesa meira