Beint í efni

Haustfórn

Haustfórn
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
Undirheimar
Staður
Akranes
Ár
2012
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Höstoffer eftir Mons Kallentoft í þýðingu Ísaks.

Um bókina:

Það hellirignir við Skogså-setrið fyrir utan Linköping. Regnið lemur engi og skóga og líkið sem marar í hálfu kafi í hallarsíkinu. Lögfræðingurinn Jerry Petersson, sem nýlega hefur fest kaup á Skogså og er alræmdur fyrir vægðarleysi í viðskiptum, mun ekki vinna fleiri sigra á keppinautum sínum. En hvers vegna var hann myrtur?

Malin Fors lögreglufulltrúi rannsakar málið með félögum sínum í rannsóknarlögreglu Linköping og fljótt kvikna hjá henni grunsemdir um að fyrri eigendur setursins tengist morðinu, aðalsfjölskyldan Fågelsjö, sem neyddist til að selja Jerry ættaróðalið. Gæti salan á setrinu hafa verið tilefni til morðs? Og hver var þessi Jerry Petersson sem efnaðist á upplýsingatækni og safnaði dýrum listaverkum? Smám saman raðast upp brot úr lífi og örlögum þessa fólks sem leiddu til ótímabærs dauða.

Úr bókinni:

Haustregnið býr yfir óteljandi ömurlegum tilbrigðum. Droparnir geta tekið á sig alla hugsanlega liti, meira að segja á næturnar geta þeir gert koparlit haustlaufsins að sínum og umturnast í kyndugt neistaflóð í skininu frá ljósastaurunum, neistarnir eins og fljúgandi kakkalakkar.

Malin er sigin niður á stofugólfið.

Sér rauða gula og appelsínurauða kakkalakka sveima um loftið, heyrir gnístrið í kjálkum þeirra, og hún flæmir þá í burtu, ræðst gegn þeim með eldvörpu og finnur fnykinn af brunnum skeljunum, um leið og þeir flýja úr augsýn.

Aðeins hversdagsleikin eftir útifyrir.

Skýin.

Vikur, heilu vikurnar með fjölbreyttum blæbrigðum af gráma yfir höfðinu, hvergi minnsta bláma að sjá. Metúrkoma, og veðurfræðingarnir í sjónvarpinu tala um syndaflóð.

Hún finnur flöskuna lengst inni í skápnum fyrir ofan örbylgjuofninn. Þóttist vita að heilögu guðfræðinemarnir myndu ekki einu sinni þefa af henni. Og skyldi hana því eftir, ómeðvitað eða meðvitað, til seinni tíma.

Hún drekkur af stút.

Skiptir engu fjandans máli þótt hún verði timbruð á morgun. Það er búið að vera rólegt í haust, síðan hún kom upp um feðgana sem lögðu á ráðin um og frömdu morðið á dótturinni, systurinni. Hún átti sænskan kærasta. Það var tilefnið.

Aumingi.

Getur meira að segja verið gott að vera timbruð. Verð að redda öllu fjandans klúðrinu á morgun, sækja dótið til Janne, verður hann ekki á vakt, þá losna ég við að hitta hann. Taka dótið hennar Tove með mér. Tala við hana um að flytja aftur hingað.

Ég er full, hugsar Malin, og það er gott.

(24-5)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira