Beint í efni

Hreistur

Hreistur
Höfundur
Bubbi Morthens
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

13

veturinn setti rósir
í glæra vasa myrkursins

hrollurinn hékk í dyrunum
og beið eftir okkur

myrkir morgnar sveimuðu utan bið brimið
kaldir lófa sem lyktuðu af nýjum fiski og þangi

djúpt inni í sál hafsins lá kjarni þorpsins

löngu gleymt dægurlag
vælandi útburður
nær taki á tungu okkar

fætur sem tróðu slóðann
öll þessu stígvél framleidd
fyrir göngu í lifrarhafi dauðans

stattu þig drengur
láttu á þig reyna

bakvið veggi vökunnar
slógu fingur strengi alsettir sárum
þitt var mitt og mitt var þitt

Fleira eftir sama höfund

orð, ekkert nema orð

Orð, ekkert nema orð

og niðrí myrkrinu má sjálfsagt finna tilgang.
Lesa meira

Öskraðu gat á myrkrið

Lesa meira

Velkomin

Lesa meira

Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð

Lesa meira

Djúpríkið

Lesa meira

Bubbi - samtalsbók

Lesa meira