Beint í efni

Hringsól

Hringsól
Höfundur
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Skáldsögur

Um Hringsól:

Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur er örlagasaga íslenskrar konu. Sagan hefst í litlu þorpi við sjó á öndverðum fjórða áratugnum. Leiðin liggur svo til Reykjavíkur og síðar til meginlands Evrópu, en ferðinni lýkur þar sem hún hófst fimm áratugum síðar.

Hringsól kom út 1987. Hún var þriðja skáldsaga Álfrúnar en síðan hefur hún sent frá sér tvær til viðbótar. Hringsól var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1991.

Úr Hringsól:

Nokkuð séð Tjarnarorminn? spyr hann.
 Roði í kinnarnar á stelpunni og var ljótt af Daníel að spyrja. Ormurinn kominn til hafs og hringaði sig ekki um hólmann lengur. Hólmi í Tjörninni miðri fagnaði kríum sem fylltu loftið með gargi. Nema fyrst á vorin, þá stigu þær létt til jarðar og tóku sporið, blökuðu vængjunum til að gefa þessum dansi virðuleikasvip. Ekki til staðar ormurinn, og ekki drekinn sem fór um loftið daginn sem hún kom suður (eins gott hún hafði ekki talað um hann við neinn, ekki einu sinni við gamla rokkinn), en stelpan bjóst við að hann kæmi aftur, vonaði það jafnvel, þvíað án dreka var loftið tómt og þegar ormurinn hvarf úr Tjörninni varð hún bara að gruggugum polli sem á flutu rifrildi af bréfpokum og silfruðum pappír. Við höfnina ófreskja og teygði fram ógnlegan rana, virtist geta hrifsað til sín nánast hvað sem var. Undir honum kolabingir í hnipri og setti einn þeirra upp kryppuna eins og í varnarstöðu. Skipsstafn leitaði upp, vængur kríu í vordansi, skuturinn hélt aftur af honum og þeir toguðust á. Vesalings skipið hlekkjað. Stelpunni þungt og greip um hönd Daníels, þá var sunnudagur, hélt í hinum lófanum á bréfpoka og var í rammur brjóstsykur og brenndi tunguna. Sigurrós og Jakob höfðu skroppið útfyrir bæinn og tók Daníel stelpuna á spásséringu. Nokkrir prúðbúnir vegfarendur niðri á hafnarbakkanum, um borð í erlendu skipi tveir menn að draga upp akkeri, að öðru leyti allt kyrrt eins og á ljósmynd, utan órólegt vatnsborðið, ofan á því brák og tók það til sín myndir og hreyfði; akkerið speglaðist og varð að kolkrabba, festin að smjúgandi ál. Kolkrabbinn elti álinn sem komst undan. Stelpan brosti og stakk í munninn tveimur molum og þau settust inn í rokkinn sal, störðu heilluð á lifandi myndir þar sem fólk hreyfði sig líkt og spýtukallar.

(s. 61-62)

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Le Passage de l'Èbre

Lesa meira

Sagan og undraborgin

Lesa meira

Das haben Menschen getan

Lesa meira

Hringsól

Lesa meira

Hvatt að rúnum

Lesa meira

Errances

Lesa meira

Irrfärd

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira