Beint í efni

Hundadagar

Hundadagar
Höfundur
Einar Már Guðmundsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina:

Hundadagar er leiftrandi skemmtileg saga um stórhug, vandræði, bresti og breyskleika; um menn sem sigla með himinskautum og jafnvel í kringum hnöttinn; um ástina og ástríðurnar; um allt sem er hverfult og kvikt – um þræðina sem tengja saman tímana. Frásögnin leiðir okkur á vit Jörundar hundadagakonungs, Jóns Steingrímssonar eldklerks og fleira fólks fyrri alda sem lesa má um í heimildum en varð líka efni í þjóðsögur sem lifa enn. Og sagan er ævintýraleg – og ævintýrin söguleg: eldgos á Íslandi kveikti byltingarbál í Frakklandi sem hafði svo aftur víðtæk áhrif annars staðar … Kannski á fortíðin brýnna erindi við samtíðina en okkur grunar?

Úr bókinni:

Þess vegna skulum við segja örlítið frá Skaftáreldunum. Það hófst í Lakagígum en hraunið flæddi eftir farvegi Skaftár. Þess vegna tölum við um Skaftárelda. Þeir urðu tuttugu og sex árum áður en Jörgen Jörgensen kom til Íslands. Þá hafði gengið á með jarðskjáfltum. Þannig gerðu eldsumbrotin boð á undan sér. Samt komu þau öllum í opna skjöldu. Sagan kemur okkur alltaf í opna skjöldu. Ástæðan er einföld. Við skiljum hana ekki fyrr en eftir á.

„Sannleikurinn er guð,“ sagði séra Jón Steingrímsson sem aldrei missti trúna, sama hvað gekk á. Þetta hljómar einsog í minningargrein en ég er ekki að skrifa minningargrein. Þetta er engu að síður satt og sannleikurinn spyr ekki hvernig hann hljómar.

Ég gæti líka sagt: Það er nótt. Það er alltaf gott að láta sögur gerast að næturlagi. Það er hins vegar ekki satt því að það er dagur. Ég ætti að segja hábjartur dagur því að það er sumar og messa í litlu kirkjunni sem stendur uppi á hólnum tilbúin að taka á móti guði.

Samt er nótt því að þessi dagur, þessi hábjarti dagur, er niðdimmur og allt er sem nótt í heiminum. Það er dimmt og napurt. Það er kannski ekki eins dimmt og í upphafi áður en orðið kom til og guð skapaði bæði himin og jörð, en næstum því.

(20-1)

Fleira eftir sama höfund

Måske er posten sulten

Lesa meira

Ljóð 1980-1981

Lesa meira

Ljóð 1980-1995

Lesa meira

Reykjavik-trilogien

Lesa meira

Riddarar hringstigans

Lesa meira

Riddarna av runda trappan

Lesa meira

Ridderne av den runde trapp

Lesa meira

Ridderne af den runde trappe

Lesa meira

Róbinson Krúsó snýr aftur

Lesa meira