Beint í efni

Hvað er í blýhólknum

Hvað er í blýhólknum
Höfundur
Svava Jakobsdóttir
Útgefandi
Skrudda
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Leikrit

Í ritröðinni Íslensk úrvalsleikrit, I. Ritstjórar ritraðarinnar eru Árni Ibsen og Ólafur Haukur Símonarson.

Leikritið var frumsýnt 1970.

Úr Hvað er í blýhólknum?:

Þegar leikurinn hefst er kastljósi varpað á snyrtilega, fremur þreytulega, u.þ.b. 33 ára gamla konu, sem stendur við safgreiðslu í banka. Hún hefur verið að enda við að afgreiða viðskiptavin og horfir af athygli á eftir viðskiptavinum ganga út. Ef sá viðskiptavinur sést, þá er það kona í 1. flokks tízkuklæðnaði.

INGA: Sáuð þið þessa sem var að ganga út? Það var sko sýning. Þær þurfa svei mér ekki að skammast sín fyrir afurðina, snyrtistofurnar, tízkuhúsin og nuddböðin. Og hárkollan var ný. Líttu einhvern tíma inn, sagði hún við mig. Leit ekki einu sinni framan í mig, þegar hún sagði það, sópaði bara peningunum niður í þetta veski sitt og sagði: Líttu einhvern tíma inn. Ekki: Mikið væri nú gaman að þú sæist einhvern tíma, eða: Gætirðu ekki komið núna á laugardagskvöldið, ég ætla að hóa saman nokkrum kunningjum? Nei-hei, líttu einhvern tíma inn, eins og hún væri að hreyta í mig ölmusu. Hún ætti að láta minna. Hún mundi ekki tíma að gefa neinum ölmusu í beinhörðum peningum, en sósíal ölmusu þykist hún geta vikið að mér, sem ég stend hér við afgreiðslu í banka. Síðast þegar ég sá hana, þá var hún í veizlu hjá mér. Ingólfi fannst endilega að maðurinn hennar ætti að vera með, þegar þeir voru að semja við útlendingana og hann tapaði aldeilis ekki á því, maðurinn hennar. ... Það er ekki verið að launa manni það, ... ég veit svo sem ekki í hvað ég ætti að fara, þó svo ólíklega vildi til, að mér yrði boðið eitthvað. Ég. Ég á ekki lengur svoleiðis föt. Ég á nógu örðugt með að halda mér sómasamlega til fara hér í vinnunni, ég meina, eitthvert haldreipi verður maður þó að hafa. Maður verður þó, þrátt fyrir allt, að halda virðingu sinni. Því ég er í rauninni ekki venjuleg afgreiðslustúlka í banka. Ég bara lenti hér. Ég hef ekki staðið hér alla ævina, ef þið haldið það ... Eiginlega er ég forstjórafrú og kann ekki að vera annað, kann ekki við að vera annað, ætlaði mér aldrei að vera annað en forstjórafrú ... Eða ætlaði ég mér það?

Ljósin dofna og slokkna. Þegar þau kvikna á ný, sést sandkassi á sviðinu, þar sem lítil stúlka er að leika sér með bíl. Kona gengur framhjá og stanzar.

KONA: Ertu hér ein að leika þér, auminginn. Og hvað heitir þú?

TELPA: Inga.

KONA: Inga, já. Ertu byrjuð í skóla nokkuð? Nei-ei. [INGA hristir höfuðið.] Hvenær byrjarðu í skóla?

INGA: Bráðum. Í næsta þætti, held ég.

(7)

Fleira eftir sama höfund

Reicht euch ...

Lesa meira

Küche auszumessen

Lesa meira

Frau mit Spiegel

Lesa meira

Krabbentierchen, Hochzeit, Tod

Lesa meira

Eine Geschichte für Kinder

Lesa meira

Party an der Mauer aus Natursteinen

Lesa meira

Kvinde med spejl: noveller

Lesa meira

Veisla undir grjótvegg

Lesa meira

Stórbók: Tólf konur ; Veisla undir grjótvegg ; Leigjandinn ; Gefið hvort öðru ; Gunnlaðar saga ; Undir eldfjalli

Lesa meira