Beint í efni

Hversdagsgæfa

Hversdagsgæfa
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Smáprósar

Af bókarkápu

Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri hefur áður sent frá sér níu ljóðabækur. Hér horfir hún til baka og bregður upp myndum í söguformi. Henni eru hugleikin hin órjúfanlegu tengsl manneskjunnar við fortíð og náttúru og hversdagsmyndir hennar gæða okkar eigin hvunndag lit og lífi.

Úr Hversdagsgæfu

Á bókasafninu

Hún var á leið á bókasafnið með þrjár bækur í poka. Þær hafði hún tekið að láni fyrir mörgum árum en aldrei komið í verk að skila. Fyrst í stað vegna gleymsku og síðar vegna þess að hún óttaðist að verða rukkuð um háa fjárhæð vegna dráttarins. Nú hafði hún loks mannað sig upp og vildi koma bókunum af sér. Þetta var hlýr og bjartur dagur og fólk á götunum var upplitsdjarft og brosmilt. Skilagjaldið reyndist smáræði. Á því var hámarksþak sem allir gátu sætt sig við. Á eftir settist hún á tröppur safnsins og skrafaði við einhvern sem var þar fyrir. Hún sagði meðal annars frá bókaskilum sínum. Viðmælandinn spurði um hvað bækurnar hefðu fjallað. Því hafði hún gjörsamlega gleymt. Hún sneri aftur inn og sá hvar bækurnar sem hún hafði skilað lágu á borði, fékk þær aftur að láni og hélt heimleiðis.

(bls. 30)

Fleira eftir sama höfund

Einnota vegur

Lesa meira

Línur í lófa

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Landið í brjóstinu

Lesa meira

Jól í koti

Lesa meira

Höfðalag að hraðbraut

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Sólardansinn

Lesa meira

Far eftir hugsun

Lesa meira