Beint í efni

Í óralandi

Í óralandi
Höfundur
Bjarni Bjarnason
Útgefandi
Augnhvíta
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Örsögur

Í óralandi birtist einnig í bókinni Vísland (1994) lítillega breytt.

Úr Í óralandi:

BRÉF TIL FRAMTÍÐAR KARLMANNA

(Ef þú lest þetta fyrir árið 2100 þá ertu að hnýsast í annarra manna bréf, algjörlega í óþökk höfundar og viðtakenda.)

 Ágætu lesendur (lesandi). Ég er einn af þeim á tuttugustu öldinni. Við höfðum nú áhyggjur af ýmsu hér á tuttugustu öldinni. Ykkur kann að finnast það smotterí, en okkur finnst stundum eins og heimurinn sé að farast af okkar völdum. Ég veit þetta hlýtur að virka fyndið á ykkur. Kannski þið hafið áhyggjur af að þið séuð að eyðileggja alheiminn. Kannski hafið þið bara áhyggjur af að þið standið ykkur ekki nægilega vel. Ég hef áhyggjur, þið hafið áhyggjur. Ekki hætta að hafa áhyggjur, því þá fer allt úr skorðum. Dýr verða vitiborin um leið og þau fara að hafa áhyggjur af öllu, en eftir það mega þau heldur ekki hætta því. Ég er einn af þeim á tuttugustu öldinni, en ef þið skylduð vilja skoða legstein minn, sem er heldur þungur í maga, þá get ég því miður ekki sagt ykkur hvar hann er, því ég er ennþá ofan jarðar. Þið eruð aftur á móti, eins og er, ekki beint fyrirferðarmiklir. Eiginlega hafið þið engin lagaleg réttindi í okkar samfélagi. En þið eruð allavega ekki bannaðir. Það er nú kannski af því enginn hefur hugsað út í að banna ykkur. Ég skal ekkert stinga upp á því. Svo eruð þið svo meinlausir. Eða hvernig er það, eruð þið meinlausir? Það liggur við að það sé svolítið erftitt fyrir mig að bera fulla virðingu fyrir ykkur, þar sem ekki er flugufótur fyrir tilvist ykkar í þessum heimi sem ég lifi í. Ég get ekki króað neitt af og vitað fyrir víst að það verði hluti af einhverjum ykkar þegar fram líða stundir. Það ergir mig þó ekki, enda væri fjarri mér að vilja komast í þá aðstöðu að geta kúgað ykkur. Ég er ekki þannig. En ég held ég megi segja, án þess að lofa sjálfan mig um of, að ég geri mér nokkra grein fyrir því, að þrátt fyrir að þið séuð ósýnilegri en draugar í dag, þá verður þetta allt saman ykkar, dag einn, og verði ykkur að góðu. Ég meina það. Ég er ekki að skrifa þetta bréf til að krefjast leigu af því sem ég á, en þið notið. Ég vil ekkert mikið fyrir það, bara að þið hafið mig í huga á ákveðnum stundum.

(s. 25 - 26)

Fleira eftir sama höfund

Mannætukonan og maður hennar

Lesa meira

The Return of the Divine Mary

Lesa meira

Örninn

Lesa meira

Sólarlag við sjávarrönd

Lesa meira

Nakti vonbiðillinn

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Læknishúsið

Lesa meira