Beint í efni

Inferno

Inferno
Höfundur
August Strindberg
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Sjálfsævisögulegt skáldverk eftir August Strindberg um rithöfund sem yfirgefur fjölskyldu sína og vill komast til botns í leyndardómum gullgerðarlistar.

Endurútgefin 2014.

Úr Inferno

Loks linnir þjáningum mínum um stund. Ég sit tímunum saman í hægindastól á garðskálatröppunum, horfi á blómin í garðinum og velti fortíðinni fyrir mér. Sú ró sem kemur yfir mig eftir flóttann sannfærir mig um að ég sé ekki veikur og að ég hafi verið ofsóttur af óvinum. Ég vinn á daginn, sef vært um nætur. Mér finnst ég yngjast við það að vera laus úr óþverranum og geta horft á stokkrósirnar, blóm æsku minnar.
Og undur Parísar, sem Parísarbúar þekkja ekki, Jardin des Planter, er orðinn að mínum eigin garði. All sköpunarverkið samankomið innan sömu girðingar, Örkin hans Nóa, Eden endurheimt, þar sem ég rölti um óhultur meðal villidýranna, sú hamingja er yfirþyrmandi. Ég held frá steinaríkinu sem leið liggur um jurta- og dýraríkið og stend þá andspænis manninum og uppgötva Skaparann að baki honum. Skaparann, þennan mikla listamann sem þróast um leið og hann skapar, gerir án afláts frumdrög sem hann fleygir, tekur upp að nýju hálfkaraðar hugmyndir, fullkomnar og margfaldar frumstæð form. Vissulega er þetta unnið í höndunum. Oft tekur hann stórstígum framförum þegar hann er að finna upp tegundir, og þá er það sem vísindin þykjast verða vör við gloppur, týnda hlekki, og ímynda sér að millitegundirnar hafi horfið.

Fleira eftir sama höfund

Rauða herbergið: lýsingar úr lífi listamanna og rithöfunda

Lesa meira

Leikrit I - II eftir Strindberg

Lesa meira