Beint í efni

Íslandsbók barnanna

Íslandsbók barnanna
Höfundar
Margrét Tryggvadóttir,
 Linda Ólafsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Barnabækur

 

um bókina

Íslandsbók barnanna er falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, fiska og fugla, pöddur og blóm, sumarsól og vetrarmyrkur, þjóðgarða og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir, þjóð og tungu, hraun og skóga, jökla og eyjar, vötn og sanda, ár og fossa og margt, margt fleira – vetur, sumar, vor og haust.

Margrét Tryggvadóttir ritar aðgengilegan texta sem öll fjölskyldan getur lesið saman og blæbrigðaríkar myndir Lindu Ólafsdóttur gera bókina að sannkölluðu listaverki.

úr bókinni

Stuðlaberg er fallegt sexstrent berg sem víða má sjá á Íslandi. Það myndast eftir eldgos þegar hraunið á yfirborðinu er orðið kalt en neðar í jörðinni er það ennþá sjóðandi heitt. Allt efni er þannig að að þenst út í hita en dregst saman í kulda. Heita hraunið tekur því meiri pláss en kalda hraunið sem klofnar við þrýstinginn í sexstrendinga.

Stuðlabergið hefur verið mörgum listamönnum innblástur. Guðjón Samúelsson arkítekt hafði stuðlabergið til dæmis til hliðsjónar þegar hann teiknaði Hallgrímskirkju og Þjóðleikhúsið, og listamanninum Ólafi Elíassyni finnst gaman að leika sér með þetta stærðfræðiform náttúrunnar eins og sjá má á tónlistarhúsinu Hörpu.

(s. 25)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík barnanna

Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar

Í Reykjavík barnanna er stiklað á stóru um sögu höfuðborgarinnar í máli og myndum
Lesa meira

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir

Lesa meira

Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu, fullorðnu fólki. Það kýs hún þó miklu heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldu og vina
Lesa meira
Leitin að Lúru

Leitin að Lúru

Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd
Lesa meira

Drekinn sem varð bálreiður

Lesa meira

Útistöður

Lesa meira

Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar

Lesa meira

Skoðum myndlist: heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Lesa meira