Beint í efni

Íslensk veitingasaga II : Þjónusta, matur og menning : Nokkrar svipmyndir af félagsstarfi og fagmennsku matreiðslu- og framreiðslumanna í sjötíu ár

Íslensk veitingasaga II : Þjónusta, matur og menning : Nokkrar svipmyndir af félagsstarfi og fagmennsku matreiðslu- og framreiðslumanna í sjötíu ár
Höfundur
Gylfi Gröndal
Útgefandi
Félag matreiðslumanna
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Fræðibækur

Af bókarkápu:

Félag matreiðslumanna og Félag framreiðslumanna eiga sjötíu ára afmæli 12. febrúar 1997. Í tilefni af því hefur Gylfi Gröndal rithöfundur skrifað þessa bók sem hlotið hefur nafnið Þjónusta, matur og menning, en hún bregður upp svipmyndum af félagsstarfi og fagmennsku matreiðslu- og framreiðslumanna frá upphafi vega. Þetta er sannkölluð baráttusaga, því þessar tvær stéttir voru í fyrstu réttlausar með öllu og þurftu að berjast fyrir viðurkenningu þjóðfélagsins í fimmtán ár. Matreiðsla og framreiðsla voru loks viðurkenndar sem iðngreinar 1941 og fyrsta sveinsprófið fór fram 1945. Þetta er viðburðarík saga um átök bæði innan félagsstarfsins og utan, en ævinlega hefur þróun mála stefnt í rétta átt skref fyrir skref. Síðustu áratugina hafa framfarirnar verið svo stórstígar að matreiðsla og framreiðsla standsast nú fyllilega samanburð við það sem best gerist erlendis. Reynt er að bregða upp lifandi og minnisstæðum svipleiftrum frá tvennum ólíkum tímum, og bókin er prýdd fjölmörgum skemmtilegum ljósmyndum, gömlum matseðlum og fleiri gögnum sem varpa ljósi á íslenska veitingasögu fyrr og nú.

Fleira eftir sama höfund

Þegar barn fæðist : Endurminningar Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður

Lesa meira

Ógleymanlegir menn : Viðtöl I

Lesa meira

Menn og minningar : Viðtöl og þættir um ógleymanlega menn II

Lesa meira

Saga athafnaskálds : Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk

Lesa meira

Robert Kennedy : Ævisaga

Lesa meira

Á vængjum söngsins: Jóhann Ingimundarson segir frá

Lesa meira

Steinn Steinarr: Leit að ævi skálds II

Lesa meira

Kaupfélag Borgfirðinga 80 ára 1904-1984

Lesa meira

Döggslóð

Lesa meira