Beint í efni

Kleifarvatn

Kleifarvatn
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Skáldsögur

Úr Kleifarvatni:

 Hún horfði á aum beinin hálfgrafin í sandinn og var næstum því farin að gráta.
Um klukkutíma síðar kom lögreglubíll akandi frá Hafnarfirði. Það var enginn asi á honum heldur þræddi hann veginn letilega inn að vatninu. Þetta var í maí og sólin hátt á lofti og speglaðist á sléttum vatnsfletinum. Hún sat í sandinum og fylgdist með veginum og veifaði bílnum sem ók út í kant og stansaði. Tveir lögregluþjónar stigu út og horfðu í áttina til hennar og gengu svo af stað.
Þeir stóðu lengi þöglir yfir beinagrindinni þar til annar stjakaði við rifbeini með löppinni.
 - Ætli hann hafi verið að veiða? sagði hann við félaga sinn.
 - Farið út á báti? sagði félaginn.
 - Eða öslað hingað.
 - Það er gat, sagði hún og horfði á þá til skiptis. Á höfuðkúpunni.
 Annar þeirra beygði sig niður.
 - Nú, sagði hann.
 - Hann getur hafa dottið á bátinn og höfuðkúpubrotnað, sagði félagi hans.
 - Hún er full af sandi, sagði sá sem fyrstur tók til máls.
 - Eigum við að láta rannsóknardeildina vita? sagði hinn hugsi.
 - Eru þeir ekki flestir í Ameríku? sagði félagi hans og horfði til himins. Á glæparáðstefnu.
 Hinn lögreglumaðurinn kinkaði kolli. Svo stóðu þeir góða stund þöglir yfir beinunum þar til annar þeirra sneri sér að henni.
 - Hvar er allt vatnið? spurði hann.
 - Það eru ýmsar kenningar um það, sagði hún. Hvað ætlið þið að gera? Má ég koma mér heim?
 Þeir litu hvor á annan og tóku svo niður nafn hennar og þökkuðu henni fyrir án þess að biðjast afsökunar á biðinni. Henni var sama. Hún var ekkert að flýta sér. Það var fallegur dagur við vatnið og hún hefði notið hans enn betur eð timburmönnum sínum ef hún hefði ekki gengið fram á beinin.

(s. 10-11)

Fleira eftir sama höfund

Harðskafi

Lesa meira

Röddin

Lesa meira

Skuggasund

Lesa meira

Propasti

Lesa meira

Tvekampen

Lesa meira

Sesler - Bir Reykjavik Polisiyesi

Lesa meira

Étranges rivages

Lesa meira

Eiseskälte

Lesa meira