Beint í efni

Krakkaskrattar

Krakkaskrattar
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Forbandede yngel eftir Anne-Cathrine Riebnitzky í þýðingu Ísaks.

Um bókina:

Lisa gegnir herþjónustu í Afganistan þegar hún fær símtal að heiman. Yngri systir hennar, sem er hæfileikaríkur píanóleikari, hefur reynt að fyrirfara sér. Á leiðinni heim til Danmerkur rifjar Lisa upp bernsku sína á sveitabæ á Jótlandi – bernsku sem hefur markað allt líf hennar og systkina hennar þriggja. Geðsjúk móðir, ofbeldisfullur faðir, fátækt, harka, lygar og svik; börnin þurftu að takast á við óbærilegar aðstæður heima og fela þær út á við. Þau voru samstillt í upphafi en þroskuðust í ólíkar áttir. Nú er komið að uppgjöri og endurfundum.

Úr bókinni:

Mamma er að klæða sig. Ég sit á gólfinu. Ég er líklega fjögurra ára. Þau ætla í veislu. Hún hefur farið í klippingu. Svart hárið er stutt og líflegt. Hún hefur málað á sér augun. Hún skoðar sig áhyggjufull í speglinum Hún er í fínum nærfötum. Hún er kona með brjóst og ávalan rass. En allra fellegast er andlitið á henni. Svart hárið, ljós húðin og augun sem eru ennþá dimmari og dramatískari þegar hún hefur málað þau. Hún lagfærir hárið lítið eitt. Hún er búin að setja gullarmbandið á sig. Litlu fíngerðu hlekkirnir glitra í ljósinu. Hún horfir í spegilinn. Hún strýkur hendinni niður eftir líkama sínum.

„Þú ert svo falleg, mamma.“

„Ég er alls ekkert falleg. Ég er ein sog stór, feitur, hvítur maðkur,“ segir mamma reið.

Ég er ráðvillt. Mamma er það fallegasta sem er til í heiminum. Hvers vegna veit hún það ekki?

„Nei, mamma, þú ert falleg.“

„Ég er orðin of feit,“ segir hún hörkulega.

Ég brest í grát.

„Svona, við komum heim aftur. Ane kemur og passar ykkur.“

Ég bít þetta í mig. Aldrei að gráta.

Hún smeygir sér í síðan grænan silkikjól með bláu fóðri og verður fallegri og fallegri eftir því sem ég horfi lengur á hana. Hún tekur ljósu skóna úr skógrindinni. Ég kann best við gulu glansskóna sem ég tek stundum úr grindinni en ég get ekki gengið í þeim.

(31)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira