Beint í efni

Krakkinn sem hvarf

Krakkinn sem hvarf
Höfundur
Þorgrímur Þráinsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur

Um bókina:

Hvernig ætli sé að eiga brjálaðan uppfinningamann fyrir föður? kára finnst það oftast skemmtilegt en daginn sem tilraunin með tunguna á frosna rörinu fer út um þúfur og milljónir manna hlæja að feðgunum á YouTube er hann sam tekkert glaðasti ellefu ára strákur í heimi. Þó veit hann ekki að pabbi hans er að spá í miklu háskalegri hluti úti í tilraunaskúrnum sínum þegar enginn sér til.

Úr Krakkanum sem hvarf:

Loðfíllinn stóð ekki upp úr sófanum fyrr en á miðnætti. Þá var Ari horfinn út í nóttina og Karítas sofnuð. Kári hafði fyrst lesið hálfa myndasögubók fyrir hana, eins og hann hafði reyndar gert á næstum hverju einasta kvöldi síðan hún kom heim af spítalanum. Hann dýrkaði litla krúttið og hélt oft lengi í höndina á henni eftir að hún sofnaði. Stundum hlustaði hann á hana anda og var sannfærður um að enginn svæfi jafn fallega og hún. Kári hafði aldrei heyrt neinn anna tala um að sér þætti gaman að horfa á einhvern sofa.

Helga Rósa fylgdi Loðfílnum og Mússímúss mfram í forstofu svo þau færu ekki með vitið úr húsinu, eins og húsmóðirin sagði einhvern tímann við Kára að gæti gerst ef maður fylgdi fólki ekki til dyra. Hjalti öskraði þegar hann smeygði fætinum í hægri klossann.

„Hver er svona fyndinn?“ spurði hann eftir að hafa farið úr skónum og litið inn í hann. Sokkurinn var eggjarauður og slepjulegur. „Hvurslags fólk býr í þessu húsi eiginlega?“ sagði Hjalti og þóttist grafalvarlegur. „Kötturinn étur úr manni augað, ég fer heim með hálfa sjón og er svo spældur með eggi í kveðjuskyni. Ég veit ekki hvort við Mússímúss höfum áhuga á að koma aftur í þetta fáránlega hús.“

Helga Rósa baðst innilega afsökunar á þessum fíflaskap, skolaði eggið úr klossanum og þurrkaði hann vel með viskustykki. Hún rétti Hjalta síðan lítinn poka undir eggjablauta sokkinn.

„Gerðir þú þetta, Kári?“ spurði Baldur og leit á son sinn.

„Ertu brjálaður, pabbi?“ spurði hann hneykslaður. „Heldurðu að ég hefði ekki flúið fyrir löngu ef ég hefði gert þetta?“

Loðfíllinn leit brosandi á Kára, fullur efasemda. Hann kíkti í vinstri klossann áður en hann stakk loðnum tánum inn í hann. „Grunaði ekki Gvend,“ sagð hann brosandi þegar myndarlegt egg rúllaði í lófanum á honum. Augnabliki síðar sprakk það á hausnum á Kára sem hafði ekki tíma til að víkja sér undan. Hvítan og rauðan láku niður andlit hans og foreldrar hans ráku upp roknahlátur. Kára var ekki skemmt. Áður en hann vissi af hafði hann kýlt frænda sinn af alefli í vömbina. Loðfíllinn kippti sér ekkert upp við það enda maginn á honum eins og harður hveitipoki.

„Minn bara sterkur,“ sagði Hjalti og ýtti við Kára sem hljóp beinustu leið inn í baðherbergi og skrúfaði frá sturtunni. Hann hugsaði ekki hlýtt til Ara bróður síns.

Fleira eftir sama höfund

Litla rauða músin

Lesa meira

Steina-Petra

Lesa meira

Goðsögnin

Lesa meira

Áfram, hærra!: Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár, 1911-2011

Lesa meira

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi

Lesa meira

Margt býr í myrkrinu

Lesa meira

Meistari Jón : predikari af Guðs náð

Lesa meira

Nóttin lifnar við

Lesa meira

Spor í myrkri

Lesa meira