Beint í efni

Kúbudagbókin: anno 1983

Kúbudagbókin: anno 1983
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Tunglið
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Ferðasögur

Um bókina

Sumarið 1983 stakk Óskar Árni Óskarsson fáeinum bókum og fataleppum niður í ferðatösku. Ferðinni var heitið til Kúbu þar sem hann ætlaði að starfa í mánaðartía ásamt nokkrum hópi Íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða. Á þessum tíma var landið að mestu lokað útlendingum og því var hér um einstakt tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Á meðan á dvölinni stóð hélt hann dagbók sem hér birtist góðfúsum lesendum nánast óbreytt.

 

úr bókinni

Í dag var haldið áfram að fleygja grjótinu úr vegghleðslunni upp á vörubílspallinn. Þetta er frekar auðveld vinna og létt yfir mannskapnum og samkomulagið gott við stúlkurnar frá Norður-Noregi. Skammt frá skóginum standa límónutrén í löngum röðum og við tínum óspart upp í okkur límónur og aðra ávexti sem þarna vaxa en ég kann ekki að nefna með nafni. Maraþonfundur um utanríkismál um kvöldið. Mig þrýtur þrek til að skrifa niður innihald hans. Fyrirlesaranum er mikið í mun að benda okkur á aðstoð Kúbu við þriðja heiminn, bæði hernaðarlega aðstoð og ýmiskonar hjálparstarf. Kúbanir senda lækna og kennara um alla Suður-Ameríku og til margra Afríkulanda. Eftir fundinn tók ég því rólega, las og skrifaði Áslaugu langt bréf.*

*Sem aldrei barst henni frekar en önnur bréf sem ég skrifaði heim.

 

Fleira eftir sama höfund

Poesia e spiritualità. Anno II n. 4

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Kuðungasafnið

Lesa meira

Það sem við tölum um þegar við tölum um ást

Lesa meira

Das Glitzern der Heringsschuppe in der Stirnlocke. Ein isländisches Familienporträt.

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Nokkrar línur um ljóðlist

Lesa meira

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur

Lesa meira

Kötturinn og kölski

Lesa meira