Beint í efni

Kvæði 92

Kvæði 92
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 92:

Júnídagar

Hér hefir ferðamaður orðið að lágum steini
Casanova
með allra hæstu mönnum, fer að morgunlagi
yfir Alpafjöllin aftur og aftur stundum
á flótta, alltaf í ævintýraleit

menn ferðuðust ekki til að skoða landslag,
í þá daga, nema garða – og Casanova skoðaði
garða Friðriks mikla í Sanssouci og Friðrik
aftur Casanova af vafasömum ástæðum –

einhver ferðamaður hefir orðið að steini
hér uppi á fjallinu eins og víðar á Íslandi
óviðbúinn hinni grimmilegu sólarupprás
í alskírri nekt loftsins; á síðari tímum

fer enginn þetta fjall nema til þess
að njóta útsýnisins eins og það kallast
í óþægilegri hálfmynd sem er kaldari en
berir sunnudagsleggir göngufólks á jökli
Casanova
var annað í hug; eins og alltaf á leið til
kvenna sér hann engin fjöll; meðan vagninn
skröltir yfir Simplonskarðið hringlar hann
skotsilfri í lófa sér og litlum gullkúlum sem
eru getnaðarvarnir og uppfinning hans sjálfs

þér sem í dag eigið leið yfir þetta
fjall í alvöru að hitta kærustu yðar
skuluð gæta þess að steinrenna ekki hér
uppi heldur ganga viðstöðulaust á hljóðið
á meðan þér heyrið gullnar bjöllur í loftinu.

(s. 12-13)

Fleira eftir sama höfund

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Ehrengard

Lesa meira

Voices from Across the Water

Lesa meira

New York

Lesa meira

Rós til Emilíu

Lesa meira

Ofurskipulagning

Lesa meira

Rússland undir hamri og sigð

Lesa meira

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur

Lesa meira