Beint í efni

Læknamafían : Lítil pen bók

Læknamafían : Lítil pen bók
Höfundur
Auður Haralds
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1980
Flokkur
Skáldsögur

Úr bókinni

Næsta morgun birtist eitt ættmenna Frankensteins við rúmið mitt með hjólastól. Órakað morgunfúlt ungmenni sem skipar mér um borð, hann eigi að aka mér í kjallarann í myndatökuna. Ég spyr hvort ég megi ekki ganga þessa leið. Hann er óárennilegur og allar mínar myrkustu eðlishvatir segja mér að honum sé ekki treystandi fyrir mínum viðkvæma og verðmæta búk.
   "Nei," glefsar hann, grýtir mér í stólinn, beygir sig niður til að smella niður ístaðinu, bölvar og segir mér að fótapallarnir séu eitthvað bilaðir, ég verði að halda fótunum uppi svo hann geti ekið mér hindrunarlaust á áfangastað.
   Hann er ekki að biðja um lítið. Mér skilst að fárveiku mér sé ekið í þessu bráðabirgðatæki vegna þess að ég sé svo sjúk að það sé ekki á mig leggjandi að ganga þennan spotta að lyftunni. En í stað þess að tölta með jafnvel stuðning hans á aðra hlið, geta ríghaldið sér hinum megin í förumannsstöngina á hjólum og að auki stutt við helauma síðuna með lausu höndinni, þá sit ég vaggandi á strigasæti sem ruggar mér við hvert fet og þarf að kreppa alla magavöðva til að halda fótunum upp um mig. Þetta er ofurmannleg áreynsla.
   Frankenstein ekur af stað. Með aðra hönd á stýri og hina um flöskustöngina mína. Dyr sjúkrastofanna eru möndlaðar í þeirri stærð að aka megi rúmi í gegnum þær fyrirhafnarlítið. Svona strigahjólastóll fyllir ekki einn þriðja gáttarinnar, samt tekst Frankó að skella honum rækilega utan í dyrastafinn. Kviðurinn tætist sundur í sprengingu af sársauka. Dýrið í mér gefur frá sér mótmælahljóð. Hann móðgast. Fellir nærri flöskuna, grípur hana, og hristist síðan að lyftunni. Þar kúvendir hann og skutlar mér inn í lyftuna eins og í spyrnukeppni, með léttri viðkomu á öðrum karminum. Flaskan verður eftir fyrir utan, plastslangan er ekki teygjanleg, og hún rykkir í. Ég rétt næ að skella hinni hendinni ofan á nálina í handarbaki mér áður en plástrar og æðar rifna og við málum lyftuna rauða. Þá garga ég: "Hefurðu ekki próf á þetta?"
   Ég er sveitt af streitu, kvölum og skelfingu. Hann er hryllilega fúll yfir vanþakklæti mínu.
   Ég er enn lifandi þegar ég kem á röntgendeildina. Það veldur þeim vonbrigðum. Því er gerð önnur tilraun til að murka úr mér tóruna.
   Mér er komið fyrir á borðinu undir vélinni. Í rökku herberginu er vélin ógnvekjandi stór, svo miklu stærri en litla fólkið sem trítlar um og hagræðir mér eins og deigi undir auga hennar. Það er kalt þarna.

(s. 76-77)

 

Fleira eftir sama höfund

hvað er drottinn að drolla?

Hvað er drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. 
Lesa meira
hlustið þér á mozart?

Hlustið þér á Mozart? Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn

Rósemi Lovísu verkar sem fyrirboði, gamla konan fær ónot í magann, hana langar ekki að heyra meira, en hún verður.
Lesa meira
litla rauðhærða stúlkan

Litla rauðhærða stúlkan

Hér er stutt saga af lítilli rauðhærðri stúlku sem skrifuð var af Auði Haralds í samstarfi við Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur sem er höfundur myndefnis.
Lesa meira
hvunndagshetjan

Hvunndagshetjan : Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn

Ég var orðin einstæð móðir án þess að taka eftir því.
Lesa meira
ung, há, feig og ljóshærð

Ung, há, feig og ljóshærð

Uss, það er enginn vandi að skrifa ástarsögu.
Lesa meira
Elías

Elías

Hún hafði náð í sérstaklega harðgert gaddavírsgarn og búið til eins konar húfu. Húfan var hauspoki með tveim hnappagötum fyrir augun.
Lesa meira
elías, magga og ræningjarnir

Elías, Magga og ræningjarnir

Bankastjórinn kom og ætlaði að þakka henni fyrir að bjarga bankanum og Magga skammaði hann bara fyrir að hafa svona banka þar sem fólk þyrfti að nota byssu til að fá afgreiðslu.
Lesa meira
elías í kanada

Elías í Kanada

Á veggjunum í ganginum og eldhúsinu mjökuðstu sniglarnir mínir upp og niður og þreifuðu fyrir sér með fálmurunum. Alveg hafði ég steingleymt þeim þegar ég kom heim kvöldið áður. Um nóttina höfðu þeir svo skriðið upp úr bakpokanum og voru ennþá að leita að góðum steini til að búa á.
Lesa meira
elías á fullri ferð

Elías á fullri ferð

Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð, að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu með nokkuð grófum ráðum.
Lesa meira