Beint í efni

Líf fyrir listina eina

Líf fyrir listina eina
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Ríkisútvarpið sjónvarp. Innlend dagskrárgerð
Staður
Reykjavík
Ár
0
Flokkur
Heimildamyndir

Heimildarmynd um myndhöggvarann Gerði Helgadóttur. Andrés skrifaði handrit og stjórnaði gerð myndarinnar.

Af vefsíðu Ríkisútvarps:

Líf fyrir listina eina er heimildarmynd um Gerði Helgadóttur myndhöggvara. Andrés Indriðason skrifaði handrit myndarinnar og stjórnaði gerð hennar. Tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson.

Gerður Helgadóttir var einn af merkustu myndlistarmönnum þjóðarinnar á 20. öld. Hún fæddist í Neskaupstað 1928 og lést 1975, 47 ára að aldri. Hún stundaði myndlistarnám í Reykjavík, Flórens og París en í Frakklandi bjó hún og starfaði að list sinni mestan hluta starfsævi sinnar. Hún leit fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara en hún var líka glerlistamaður og vann mósaíkverk.

Á fyrstu sýningu hennar í Reykjavík 1952 sýndi hún járnskúlptúra í strangflatastíl fyrst íslenskra listamanna. Verkin byggði hún á fínlegum formum og hreinum línum líkt og í hinu geómetríska málverki sem bar einna hæst í listalífi Parísar um miðja 20. öldina. Hún vann líka verk úr járnvírum og úr bronsi. Bronsverkin voru fíngerð og í stíl við ljóðræna abstraktlist, unnin beint í efnið með logsuðutæki. Um og upp úr 1970 vann hún verk úr gifsi, leir og steinsteypu.

Auk þess sem Gerður var mikilvirkur myndhöggvari vann hún steinda glugga fyrir kirkjur. Fyrsta stórverkefni hennar á því sviði er í Skálholtskirkju en fyrir steindu gluggana í henni hlaut hún fyrstu verðlaun í samkeppni 1958. Næsta áratuginn vann hún steinda glugga fyrir fjölmargar kirkjur á Íslandi, í Þýskalandi og Frakklandi. Hún vann líka verk úr mósaík, stór og smá, sem prýða víða opinberar byggingar. Ein hin stærsta er 140 fermetra verk á húsvegg Tollstöðvarinnar í Reykjavík. Það var afhjúpað árið 1973.

Í heimildarmyndinni Líf fyrir listina eina er fjallað um líf og list Gerðar. Farið er í slóð listakonunnar þar sem hún stundaði nám og bjó erlendis. Meðal annars er litið inn í listaháskólann í Flórens þar sem hún stundaði nám, fyrst íslenskra listnema. Steindir gluggar hennar í nokkrum kirkjum í Þýskalandi eru skoðaðir og glerlistasmiðja Oidtmann fjölskyldunnar í Linnich, þar sem lokavinnsla á verkum hennar fór fram, er sótt heim.

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira