Beint í efni

Ljóð

Ljóð
Höfundur
Einar Bragi
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Ljóð

Teikningar: Ragnheiður Jónsdóttir

Úr Ljóð:

Ættjarðarljóð

Æðurin var alltaf fuglinn minn

Lengra komst hún ekki
fyrir snerkjum í andlitinu,
og nýi möttullinn
frá þjóðhátíðarnefnd
fékk ekki skýlt
umkomuleysi hennar.

Æðurin var alltaf fuglinn minn

Prúðbúinn mannfjöldinn
var tekinn að ýfast,
enda vanur ljóðmælum Þjóðskálda
af þinghússvölunum
þennan dag.

Loksins kom Sjónvarpsmaðurinn
henni til hjálpar:
Þér voruð að tala um kollu, kona góð?
og otaði að henni
hljóðnemanum.

Æðurin var alltaf fuglinn minn:

hún vakir yfir eggjum sínum,
ann sér ekki matar,
sýpur aðeins regn af stráum
til að slökkva sárasta þorstann
meðan hún bíður,
bíður eftir að fá
að fylgja börnum sínum
stuttan spöl
úr dúnmjúku hreiðri
að nágulum goggi vargsins.

Fleira eftir sama höfund

Camminando nell'erica fiorita

Lesa meira

Poesia. Anno XVIII. N. 200 - Dicembre 2005

Lesa meira

Refrain

Lesa meira

[Sex ljóð]

Lesa meira

Þá var öldin önnur

Lesa meira

Þá var öldin önnur II

Lesa meira

Þá var öldin önnur III

Lesa meira

Eitt kvöld í júní

Lesa meira

Ljóð í Frændaröddir

Lesa meira