Beint í efni

Loki bundinn

Loki bundinn
Höfundur
Kristín Steinsdóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Smásögur
Gefin út í bókinni Auga Óðins Úr Loki bundinn Mér leiðist! Loki reyndi árangurslaust að vinda sig til svo hann sæi betur í kringum sig. Hann stritaði og bisaði og svitinn bogaði af honum. - Ái! Hrópaði hann. Ég finn til í rassinum og mér leiðist. Ertu heyrnalaus, kerling? Loki lá úti á miðju gólfi í stórum helli, reyrður niður á þrjár oddhvassar hellur. Ein var undir herðunum, önnur undir mjöðmum og rassi og sú þriðja undir fótum. - Sjáðu nú bannsetta slönguna! öskraði hann og leit upp í loftið beint fyrir ofan sig á hlakkandi eiturslöngu. Hún hlykkjaði sig fimlega fram og aftur, skaut út úr sér tungunni og miðaði. Miðaði á Loka. Svo spýtti hún. Loki fylgdi eitrinu eftir með augunum og sá það koma í löngum boga. Hann vissi hver sársaukinn yrði ef eitrið lenti á honum. Skyldi hún hitta í þetta sinn? (s. 123)

Fleira eftir sama höfund

Á eigin vegum

Lesa meira

Draugar vilja ekki dósagos

Lesa meira

Ängeln i trapphuset

Lesa meira

Angelas Vakaru rajone

Lesa meira

Spurgos ir karis

Lesa meira

Bjarna-Dísa

Lesa meira

Eitt tvö þrjú...

Lesa meira