Beint í efni

Lungnafiskarnir

Lungnafiskarnir
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Smáprósar

Úr Lungnafiskunum:

KRÍT

Hann hafði látið hanna húsið sem völundarhús, og enn átti hann í mestu erfiðleikum með að rata um það. Stundum tók hálftíma að finna eldhúsið, og stöku sinnum fann hann ekki svefnherbergið fyrr en liðið var á nótt. Verst var þegar hann komst ekki á klósettið. Þessi hönnun hafði verið í hátísku þegar húsið var byggt, og sumir félaga hans sem áttu eins hús skyldu sér bak við eldhúsleti sína með því að segja að þeir rötuðu alls ekki þangað. Konur þeirra voru miklu fljótari að ná öllum krókaleiðum, og villtust aldrei. Ef konan hans fór að hátta á undan honum og hann var að horfa á sjónvarpið inni í stofu, bað hann hana stundum að rekja upp garnhnykil að herberginu, svo hann rataði örugglega. Hún var löngu hætt að prjóna, en garnið var enn til. Hinsvegar átti hún það til að blekkja hann, og lagði þá þráðinn inn í eldhúsið, þar sem uppvaskið blasti við honum sem áminning, og hann þurfti að leggja aftur af stað í óvissuferð til svefnsins. Upp á síðkastið var hann farinn að finna fyrir einhverjum hnúðum á höfuðkúpunni sitt hvoru megin, það var einsog þeir stækkuðu hægt og hægt. Og smám saman hætti hann að fara út. Ef hann var einn heima yfir daginn og dyrabjallan hringdi, fór hann ekki til dyra, því hann ratað hvort sem er ekki þangað fyrr en alltof seint. Það kom fyrir að hann íhugaði að biðja konu sína að gera ítarlegt kort af völundarhúsinu en það varð aldrei neitt af því. Það var ár og dagur síðan hann hafði ratað í nokkra vinnu. Reikningarnir hlóðust upp í forstofunni, en hann lét sem hann fyndi þá ekki. Hann hafði allt á hornum sér.

(70-1)

Fleira eftir sama höfund

Die Hunde

Lesa meira

Antennen

Lesa meira

Die Sommerferien

Lesa meira

Ein Holzfisch

Lesa meira

Ein Flügelmensch

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Inferno

Lesa meira

Gula húsið

Lesa meira