Beint í efni

Mannætukonan og maður hennar

Mannætukonan og maður hennar
Höfundur
Bjarni Bjarnason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Skáldsögur

Úr Mannætukonan og maður hennar:

Helenu er skemmt. Við Kaninn höfum opnað aðra flösku þegar hann bendir með glasinu í átt að Mannætukonunni. Ísinn syngur í glasi hans:
 “Þekkirðu hana?”
 “Þetta er konan mín.”
 Hrukka sker enni hans í tvennt og hann virðist reyna að átta sig á því hvort ég sé að ljúga eða grínast. Nær ekki að gera það upp við sig og lýsir yfir:
 “Þið hljótið að hafa verið gift lengi.”
 “Tvo mánuði.”
 Aftur á hann erfitt með að koma þessu heim og saman og ennishrukkan dýpkar. Við horfum drjúga stund í átt að Helenu en hún lítur aldrei til mín.
 “Það er ekki beinlínis að sjá að þið njótið brúðkaupsferðarinnar saman; þekkst einhvern tíma fyrir giftinguna?”
 “Tvær vikur.”
 “Hvernig kynntistu henni?”
 “Ég vann hana í spilum.”

(bls. 20-21)

Fleira eftir sama höfund

The Return of the Divine Mary

Lesa meira

Örninn

Lesa meira

Sólarlag við sjávarrönd

Lesa meira

Nakti vonbiðillinn

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Læknishúsið

Lesa meira

The Reputation

Lesa meira