Beint í efni

Með framtíðina að vopni: hreyfing iðnnema - nám og lífskjör í 100 ár

Með framtíðina að vopni: hreyfing iðnnema - nám og lífskjör í 100 ár
Höfundur
Helgi Guðmundsson
Útgefandi
Mál og mynd
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Fræðibækur

Úr Með framtíðina að vopni:

Prentlistin - Upphaf iðnnáms

Íslendingar sýnast með þeim ósköpum fæddir að hafa lítinn áhuga á verkmenntun, í þeirra huga kemur menning og menntun úr bókum, enda sátu þeir löngum í afleitum húsum við vonda birtu að setja saman ritverk sem lengi munu standa. Þótt ritstörf hafi helst verið stunduð úr verndarvæng kirkjunnar eða þeirra sem nokkuð áttu undir sér, þá er vafalaust að margur söguritarinn hefði þegið notalegri híbýli og þægilegri stól við iðju sína. Svo mikið vitum við um húsakynni landsmanna fyrr á öldum, heilsufar þeirra og efnahag, að ekki sé nú minnst á framsækna hugsun um verklegar framkvæmdir, hefði verið til stórra bóta.
   Hvenær verkþekkingu fer að hraka svo um munar, eða hverjar ástæðurnar eru, verður ekkert fullyrt um hér, en smátt og smátt virðist fara svo að Íslendingar verða varla sjálfbjarga og heyja lífsbaráttuna nánast berhentir, í skjóllitlum klæðum og fátækir af verkfærum. Smíðar á skipum sem nota má til langferða virðast alveg leggjast af og húsagerð tekur nánast engum framförum öldum saman, svo sem sjá má af því, að þegar áratugur er liðinn af 20. öldinni er meira en helmingur af öllu íbúðarhúsnæði byggður úr torfi og grjóti. Þegar húsagerð fleygir stórlega fram í Evrópu, fræg stórhýsi eru reist um allar trissur, af lærðum og þjálfuðum byggingarmönnum, þá basla Íslendingar enn við að hrófla upp vistarverum sem eru varla meira en hólar og holur í jörðina, kaldar og saggafullar, enda var heilsufar þjóðarinnar í samræmi við það.


(s. 1)

Fleira eftir sama höfund

Ef félagseining stendur sterk: Trésmiðafélag Akureyrar - Félag byggingamanna Eyjafirði 100 ára

Lesa meira

Koma þeir heim úr kaffi í sumar?

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Markús Árelíus flytur suður

Lesa meira

Markús Árelíus hrökklast að heiman

Lesa meira

Marsibil

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Til baka: Sannsöguleg skáldsaga

Lesa meira

Þeir máluðu bæinn rauðan: saga vinstrihreyfingarinnar á Norðfirði

Lesa meira