Beint í efni

Megas

Megas
Höfundur
Megas
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Viðtalsbækur

Útgefendur: Mál og menning, kistan.is og Nýlistasafnið. Ritstjórar: Hjálmar Sveinsson og Geir Svansson.

Bókin er gefin út í tengslum við opnun sýningarinnar Omdúrman : margmiðlaður Megas í Nýló. Hún inniheldur ljósmyndir og teikningar, skyssur, uppköst, texta, auglýsingar, viðtöl og greinar sem snúa að Megasi og verkum hans.

Úr Megasi:

S: Hvað lastu helst þegar þú varst strákur?

Megas: Ég var svona þessi venjulega alæta. Faðir minn átti heilmikið bókasafn og ég réðst á þær bækur sem mér leist á, fyrst þær sem mestar myndirnar voru í, svo fór þetta yfir í texta, og eftir þennan lestur Laxness lagðist ég eitthvað í Íslendingasögur, og fannst töffheitin í stílnum vera svo kræsileg. Ég áttaði mig ekki á því þá hvað það var margt líkt með Íslendingasögunum og Bogart og film noir í Bandaríkjunum. Og eins glæpasöguhöfundar einsog James M. Cain, sem hafa skrifað svona knappan stíl, það er margt líkt með þeim og Íslendingasögunum, bæði einhver forlagahyggja og svo stuttar replikkur. Þessi frásagnarmáti heillaði mig afskaplega mikið. En ég las allan djöfulinn annan, það var flest til hjá honum föður mínum, nema það vantaði Skuga og Birkiland, reyndar. Ég varð að nálgast þá í menntaskóla. En maður las allt sem að kjaft kom, og þannig fékk ég einhvern veginn tilfinningu fyrir því amðaur gæti fundið sér sjálfur dýrgripi, þyrfti ekki að fara eftir neinni forskrift með það.

Fleira eftir sama höfund

Megas – textar 1966-2011

Lesa meira

Drög að sjálfsmorði

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Englaryk í tímaglasi

Lesa meira

Far ... þinn veg

Lesa meira

Fláa veröld

Lesa meira