Beint í efni

Megas – textar 1966-2011

Megas – textar 1966-2011
Höfundur
Megas
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Safnrit

Heildarsafn útgefinna texta Megasar, auk fjölda áður óútgefinna texta.

Úr Megas – textum 1966-2011:

Á kránni

Stóra kranabjóra fyrir mig og mína
víst man ég þig þó verið hafi draumur
Ibsen rækir afkomendur sína
eins uppá skurðarborði þarsem saumur

vélknúinn mætir vininum þeim sem straujar
jú valtar yfir sundurskorin holdin
yst við sjóndeild þína blindingi sést bauja
þó bíður ekkert eftir þér nema moldin

Því þeir sem hér ögra eru í raun að spila
þann ævintýraleik sem á einn veg endar
þín rúletta sem rússneskum aldurtila
eða raunum þyngri veldur – þétt um lendar

þér þykir tekið er á fjórum fótum
fáklædd rænu rænd svo naumast veitir
viðnám – áhlaupið er ekki samkvæmt nótum
en eitt er víst þar járnin hamra heitir

Hefðir betur haft þig minna í frammi
hefðir betur aðeins lægra látið
og loks er eftir ráa og reiðalaus prammi
rauðskinnaherfang sem fær ei framar grátið

(544)

Fleira eftir sama höfund

Sól í Norðurmýri: Píslarsaga úr Austurbæ

Lesa meira

Drög að sjálfsmorði

Lesa meira

Millilending

Lesa meira

Svanasöngur á leiði

Lesa meira

Til hamingju með fallið

Lesa meira

Þrír blóðdropar

Lesa meira

Hús datt

Lesa meira

Hold er mold

Lesa meira