Beint í efni

Millilending

Millilending
Höfundur
Megas
Útgefandi
Demant
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur

Lagalisti:

01. Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu
02. Súlnareki
03. Ég hef ekki tölu
04. Erfðaskrá
05. Ég á mig sjálf
06. Ragnheiður biskupsdóttir
07. Sennilega það síðasta (sem víkingurinn mælti um & eftir fráfall sitt)
08. (Fjögurmilljóndollaraognítíuogníusenta) mannúðarmálfræði
09. Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig

Platan var endurútgefin árið 2002 (Skífan), þá með fjórum aukalögum:

10. Þín miskunn ó guð
11. Passíusálmur #51
12. Passíusálmur #53
13. Bjargið alda

Textabrot úr Millilendingu:

Sennilega það síðasta (sem víkingurinn mælti um & eftir fráfall sitt)

Ef þú hefðir sagt mér að setja oní töskuna
og sjást ekki framar hér þá myndi ég
hafa hlegið og spurt þig hvernig spáin hún væri
og spyrnt við þér fæti og farið minn veg
en þú sagðir ekkert og því er ég ennþá
á þönum frá morgni til kvölds út og inn
en á leiðinni hugsa ég aðeins um eitt
og það er: styttir upp á morgun eða hinn?

Og Rósa hún bíður í bátnum við sjóinn
og bölvar mér fyrir að vera of seinn
en ég get ekki komist því kóngur hann skipar
að konur þær bíði og ég mæti einn
og Rósa hún bíður og reykir úr munnstykki
Roy eða Wings og hún býst við mér skjótt
en ég kom aldrei fláráður kóngurinn blekkti mig
kenndi mér póker ég sat frammá nótt

Og tunglin þau biðu mín tvö eða fleiri
og töluðu margt en þó nýtilegt fátt
og þau bentu mér á það að best myndi að sætta sig
beiskjulaust við það ég hefði stefnt of hátt
en ég hljóp niðrað sjónum ég svipaðist um
en ég sá hvorki Rósu né bátinn svo ég
tók að hrópa upp: hvað koma mér hrakfallaspár við?
og henti mér útí og synti minn veg

Fleira eftir sama höfund

Megas – textar 1966-2011

Lesa meira

Drög að sjálfsmorði

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Englaryk í tímaglasi

Lesa meira

Far ... þinn veg

Lesa meira

Fláa veröld

Lesa meira