Beint í efni

Minning um morð

Minning um morð
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Ugla
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Five Little Pigs (einnig: Murder in Retrospect) eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars, sem einnig skrifar eftirmála.

Úr bókinni:

„Sek sem syndin,“ sagði herra Fogg, gagnorður.

Hercule Poirot virti málflutningsmanninn fyrir sér, íhugull á svip. Hann var með mjóslegið andlit og skýra andlitsdrætti.

Quentin Fogg málflutningsmaður var mög ólíkur Montague Depleach. Depleach var kraftmikill og heillandi, yfirþyrmandi í fasi og dálítið yfirgangssamur. Hann náði til fólks með því að breyta snögglega um fas, með áhrifaríkum hætti. Myndarlegur, kurteis og heillandi til að byrja með en svo umbreyttist hann, eins og um töfrabragð væri að ræða – varð stífur á svip og höstugur í fasi, sýndi enga miskunn.

Quentin Fogg var grannur og fölleitur og gersneyddur öllum persónuleika. Hann spurði spurninga án þess að sýna tilfinningasemi, rólegur í fasi en ætíð þrautseigur. Það mátti líkja Depleach við skylmingasverð en Fogg við bor. Hann hélt alltaf áfram að bora, jafnt og þétt. Hann hafði aldrei náð mikilli frægð en hann var talinn fyrsta flokks lögfræðingur. Hann vann yfirleitt þau mál sem hann tók að sér.

Poirot horfði íhugull á hann.

„Var það sem sagt þannig sem þér kom þetta fyrir sjónir?“

Fogg kinkaði kolli.

„Þú hefðir átt að sjá hana þegar verið var að spyrja hana. Humpie gamli Rudolph (hann fór fyrir málinu) tætti hana hreinlega í sig!“

Hann þagnaði og sagði svo upp úr þurru: „Á heildina litið var þetta einum of mikið af því góða.“

„Ég er ekki viss um að ég skilji þig alveg,“ sagði Hercule Poirot.

Fíngerðar augabrúnir Foggs færðust nær hvor annarri. Hann strauk skegglausa efri vörina varfærnislega og sagði: „Hvernig er best að koma orðum að þessu? Þetta er afar ensk myndlíking. Það mætti lýsa þessu sem svo að verið sé að skjóta sitjandi fugl. Áttarðu þig á því?“

„Já, þetta er afar ensk líking, eins og þú sagðir, en ég held að ég skilji þig. Englendingar vilja að bráðin eigi einhvern möguleika, hvort sem um er að ræða dómssalinn, keppnisvöll í Eton eða veiðar.“

(28-9)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira