Beint í efni

Móðir hafsins : ljóð

Móðir hafsins : ljóð
Höfundur
Synnöve Persen
Útgefandi
Ljóðbylgja
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Ljóðabókin Ábiid eadni eftir Synnöve Petsen. Einar Bragi þýddi úr samísku.

Úr Móður hafsins

ég sigli um strandlaust haf
til vonareyjar

umhverfis mig
fljóta
borgarísjakar

brot úr jökli
hálar klettanafir

sindrandi hafið
glóandi sólin
glitrandi hugsanir

þangað
já þangað

framhjá öllum ís
framhjá öllum höfum

með straumnum
með vindinum
með sólinni

haf
mitt
ást

leyf mér snerta þig
bera draumana í heiminn

ferðast meðan ég ferðast

Fleira eftir sama höfund