Beint í efni

Náttblinda

Náttblinda
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Skáldsögur

Um Náttblindu:

Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir fléttast svo saman í magnaða spennusögu þar sem ræturnar liggja í átakanlegum veruleika undir fáguðu yfirborðinu.

Úr Náttblindu:

Gunnar Gunnarsson hafði þurft að toga í ansi marga spotta til þess að komast í þetta starf.

Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann verið ráðinn bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og enn hafði hann ekki klúðrað neinu. Hafði náð að byggja upp ímynd sína sem hinn trausti og ungi embættismaður. Kom vel fyrir, snyrtilega klæddur, mætti í vinnuna alla daga og stýrði litla sveitarfélaginu af röggsemi. Auðvitað hafði hann þegar lent upp á kant við ýmsa hagsmunaaðila eins og gengur og gerist. Fjárhagslegir hagsmunir einstaklinga og fyrirtækja fóru ekki alltaf saman við hagsmuni bæjarfélagsins og þar voru skipulagsmálin helsta bitbeinið.

Gunnar sá það á börnum sínum sem hann hitti reyndar allt of sjaldan að í sakleysislegum augum barnsins er gerður skýr greinarmunur á góðu og illu, réttu og röngu. Menn eru annaðhvort vondir eða góðir. Og svo verða mörkin óskýrari eftir því sem árin líða.

Í öllum grundvallaratriðum var hann góður maður en ekki þoldi þó allt dagsljósið lengur. Og þetta símtal sem hann hafði fengið hafði hrist óþægilega upp í honum, vakið hann til vitundar um að hann þyrfti að taka sér tak.

Hann átti sér auðvitað einhverjar málsbætur. Þetta voru erfiðir tímar. Konan flutt til Noregs með börnin tvö. Þau voru samt ekki skilin, skilnaður var orð sem mátti aldrei nota en með hverjum deginum sem leið færðist sá möguleiki nær. Konan hans var læknir og hafði fengið tækifæri til að starfa á stóru sjúkrahúsi í úthverfi Óslóar. Gunnar flutti utan með fjölskyldunni og reyndi í hálft ár að finna sér starf við hæfi en það gekk brösuglega. BA-gráða í stjórnmálafræði frá íslenskum háskóla virtist ekki opna ýkja margar dyr í Ósló. Og þrátt fyrir hvatningu eiginkonunnar tók hann það ekki í mál að starfa sem heimavinnandi húsfaðir, jafnvel þótt hún væri dugleg að minna hann á það að laun hennar, í dýrmætum norskum krónum, dygðu vel til þess að framfleyta þeim og börnunum.

(25-6)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira