Beint í efni

Rissa vill ekki fljúga

Rissa vill ekki fljúga
Höfundur
Kristín Steinsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Barnabækur

Texti eftir Kristínu Steinsdóttur og myndir eftir Höllu Sólveigu Þorbergsdóttur.

Um bókina:
Rissa skríður úr egginu sínu í stóru fuglabjargi á Íslandi. Þar er líf og fjör á hverri syllu og ungarnir skemmta sér konunglega á meðan mamma og pabbi sækja mat. Þegar líður á sumarið fljúga ungarnir hver af öðrum. Allir nema Rissa. Hún ætlar aldrei að fara neitt og vill ekki læra að fljúga.

Úr Rissa vill ekki fljúga:

Svo var það dag nokkurn seinna um sumarið að Rissa vaknaði við hróp og sköll.
- Ég get flogið, ég get flogið! heyrði hún hrópað og ungi flaug í stórum boga út yfir hafið. Af öllum syllum mændu hinir ungarnir á eftir honum. Hann sneri við og flaug með dýfum aftur í hreiðrið.
- Mamma, má ég? Pabbi, má ég? heyrðist hrópað úr öllum áttum.
- Ooo, hvar eru pabbi og mamma? stundi Skegla og tvísté. - Ef þau koma ekki fljótlega flýg ég bara í leyfisleysi!
- Ertu vitlaus? Og dettur svo kannski niður og deyrð! æpti Rissa.
- Þú ert nú algjör hræðslupúki, sagði Skegla. - Sjáðu, þarna flýgur alda frænka! Og ég sem ætlaði að verða á undan henni.
Loksins komu mamma og pabbi fljúgandi. - Það er mikið að þið komuð, hrópaði Skegla þegar hún sá þau. Hún var búin að bíða svo lengi að hún kastaði sér fram af bjargbrúninni og sveif á móti þeim. Allt í einu skildi hún hvað hún hafði gert. Henni brá svo mikið að hún hætti að blaka vængjunum. Á sömu stundu byrjaði Skegla að hrapa.

(s. 18 - 19)

Fleira eftir sama höfund

Á eigin vegum

Lesa meira

Draugar vilja ekki dósagos

Lesa meira

Ängeln i trapphuset

Lesa meira

Angelas Vakaru rajone

Lesa meira

Spurgos ir karis

Lesa meira

Bjarna-Dísa

Lesa meira

Eitt tvö þrjú...

Lesa meira