Beint í efni

Röddin

Röddin
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en upplýsingar um æskuár hans, ævintýraleg og dapurleg í senn, koma lögreglunni á sporið.

Úr Röddinni:

 - Voru dyrnar opnar þegar komið var að honum? spurði Sigurður Óli og reyndi að vera formlegur eins og til þess að bæta fyrir sönginn.
 - Ég bað hana að bíða eftir ykkur, sagði hótelstjórinn. Stelpuna sem fann hann. Hún er inni á kaffistofu starfsfólksins. Fékk hálfgert sjokk, greyið, eins og þið getið ímyndað ykkur. Hótelstjórinn forðaðist að horfa inn í herbergið.
 Erlendur gekk að líkinu og rýndi í hjartasárið. Hann gat ekki ímyndað sér hvers konar hnífur hefði banað manninum. Hann leit upp. Yfir rúminu hékk gamalt og gulnað bíóveggspjald með Shirley Temple fest með límbandi yfir hornin. Erlendur þekkti ekki kvikmyndina. Hún hét The Little Princess. Litla prinsessan. Veggspjaldið var eina skrautið í herberginu.
 - Hver er þetta? spurði Sigurður Óli þar sem hann stóð í dyrunum og horfði á veggspjaldið.
 - Það stendur þarna, sagði Erlendur. Shirley Temple.
 - Hver var það aftur? Er hún dauð?
 - Hver var Shirley Temple? sagði Elínborg forviða yfir þekkingarleysi Sigurðar Óla. Veistu ekki hver hún var? Lærðir þú ekki í Ameríku?
 - Var hún Hollywood-stjarna? spurði Sigurður Óli og horfði á veggspjaldið.
 - Hún var barnastjarna, sagði Erlendur hryssingslega. Svo hún hefur verið dauð ansi lengi hvort sem hún er dauð eða ekki.
 - Ha? sagði Sigurður Óli og botnaði hvorki upp né niður.
 - Barnastjarna, sagði Elínborg. Ég held að hún sé á lífi. Ég man það ekki. Held hún sé eitthvað hjá Sameinuðu þjóðunum.
 Það rann upp fyrir Erlendi að það voru engir aðrir persónulegir munir í herberginu. Hann leit í kringum sig en sá hvergi bókahillu eða geisladiska eða tölvu, ekki útvarp eða sjónvarp. Aðeins skrifborð, stól við og rúm með þvældum kodda og skítugu sængurveri. Kompan minnti hann á fangaklefa.
 Hann gekk fram á ganginn og rýndi inn í myrkrið við enda hans og fann eins og veika lykt af bruna, eins og einhver hefði verið með eldspýtur þarna í dimmunni að leika sér eða lýsa sér braut.

(s. 14-15)

Fleira eftir sama höfund

Vinterstaden

Lesa meira

Silence of the Grave (hljóðbók)

Lesa meira

Einvígið

Lesa meira

Frostnacht

Lesa meira

La voix

Lesa meira

Mocvara

Lesa meira

Smrtící intriky

Lesa meira

Voices (með stóru letri)

Lesa meira

Einvígið

Lesa meira