Beint í efni

Rummungur ræningi

Rummungur ræningi
Höfundar
Otfried Preussler,
 J. F. Tripp
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Barnabókin Der Räuber Hotzenplotz eftir Otfried Preußler, myndir eftir J. F. Tripp.

Kom áður út í þýðingu Huldu Valtýsdóttur og útgáfu Helgu og Huldu Valtýsdætra, Reykjavík árið 1967.

Hér segir frá ævintýrum Kaspers og Jobba, sem hefjast þegar Rummungur ræningi gerist svo kræfur að stela kaffikvörninni hennar ömmu. Vinirnir tveir ætla að handsama ræningjann og endurheimta kvörnina, en það reynist þrautin þyngri.

Úr bókinni

Amma var svolítið áhyggjufull, en Kasper og Jobbi höfðu tekið ákvörðun. Þeir ætluðu að taka Rummung ræningja fastan og færa ömmu aftur kaffikvörnina sína. Því miður vissu þeir ekki hvar fylgsni Rummungs var.

„Við munum fljótlega komast að því,“ sagði Kasper og eftir að hann var búinn að íhuga það vandlega fram á sunnudag skellti hann allt í einu upp úr.

„Hvers vegna ertu að hlæja?“ spurði Jobbi.

„Vegna þess að ég veit núna hvað við þurfum að gera.“

„Og hvað er það?“

„Þú sérð það rétt bráðum.“

Kasper og Jobbi sóttu gamlan, tóman kartöflukassa niður í kjallarann hjá ömmu og fóru með hann inn í garðinn. Því næst fylltu þeir kassann af fíngerðum hvítum sandi.

„Og hvað svo?“

„Nú setjum við lokið á.“

Þeir lögðu lokið á kartöflukassann og Kasper sótti nokkra nagla og hamar.

„Jæja, negldu nú, Jobbi! Og eins fast og þú getur!“

Jobbi kinkaði kolli og tók til við verkið. Fyrsta hamarshöggið lenti beint á þumlinum á honum. Ansans ári var það sárt. En hann beit á jaxlinn og hélt ótrauður áfram að negla,k rétt eins og hann væri sérstaklega viðurkenndur kartöflukassaneglari.

Á meðan sótti Kasper stóran málningarpensil í geymsluna og hrærði í rauðri málningu í fötu. Þegar hann sneri til baka með málningarfötuna og pensilinn, var Jobbi rétt búinn að berja á þumalinn á sér í fimmtugasta og sjöunda skipti. Lokið var neglt fast.

„Jæja, leyfðu mér nú að taka við,“ sagði Kasper.

Hann dýfði penslinum djúpt í rauðu málninguna og skrifaði síðan Jobba til ómældrar undrunar með stórum, áberandi bókstöfum á kartöflukassann:

VARÚÐ,
GULL!!

(16-7)

Fleira eftir sama höfund