Beint í efni

Saga athafnaskálds : Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk

Saga athafnaskálds : Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk
Höfundur
Gylfi Gröndal
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Af bókarkápu:

Þorvaldur Guðmundsson ólst upp í fátækt hjá einstæðri móður, en varð einn af mestu athafnamönnum síðari tíma og hæsti skattgreiðandi landsins um áratuga skeið. Hann var brautryðjandi í íslensku atvinnulífi á ótrúlega mörgum sviðum, lærði meðal annars ungur niðursuðu og setti á laggirnar fyrstu rækju- og humarverksmiðju landsins.

Lýðveldisárið 1944 kom Þorvaldur á fót sínu eigin fyrirtæki, Síld og fisk, sem hann var jafnan kenndur við, og fáum árum síðar stærsta svínabúi landsins á Minni-Vatnsleysu. Hann tók að sér að reka Leikhúskjallarann 1952, og varð brátt frumkvöðull í veitinga- og gistihúsarekstri, þegar hann stofnaði Lídó og reisti Hótel Sögu, Hótel Holt og Hótel Loftleiðir á sjötta áratugnum.

En athafnamaðurinn var jafnframt einstæður fagurkeri, byrjaði ungur að safna listaverkum og eignaðist stærsta listaverkasafn í einkaeigu hér á landi, þar á meðal um tvö hundruð myndir eftir Kjarval.

Fleira eftir sama höfund

Þegar barn fæðist : Endurminningar Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður

Lesa meira

Ógleymanlegir menn : Viðtöl I

Lesa meira

Menn og minningar : Viðtöl og þættir um ógleymanlega menn II

Lesa meira

Robert Kennedy : Ævisaga

Lesa meira

Á vængjum söngsins: Jóhann Ingimundarson segir frá

Lesa meira

Steinn Steinarr: Leit að ævi skálds II

Lesa meira

Kaupfélag Borgfirðinga 80 ára 1904-1984

Lesa meira

Döggslóð

Lesa meira

Hernámsljóð

Lesa meira