Beint í efni

Saga eftirlifenda: Níðhöggur

Saga eftirlifenda: Níðhöggur
Höfundur
Emil Hjörvar Petersen
Útgefandi
Nykur
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Níðhöggur er þriðja og síðasta bókin í þríleiknum Saga eftirlifenda
    Saga eftirlifenda segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök, baráttu þeirra í heimi sem þeir misstu tökin á, og þróun þess heims sem er fullur af undrum og furðum. Þetta er saga þar sem unnið er með hliðstæður í goðsögum, einnig mannkynssögu, trúarbrögð, þjóðsögur, bókmenntir, tungumálið, samtímann, fjölmenningu og fleira.

úr bókinni

Hænir rifjaði upp orð og útskýringar föður síns í æsku þegar Hómer fór frá hópnum í Eyðilöndunum í fyrsta skipti. Höður hafði þá útskýrt fyrir syni sínum að nornir, spákonur, þulir, sagnameistarar og annars konar spekingar ættu það oft til að dulbúast með einum eða öðrum hætt, eða hverfa frá án fyrirvara. Næði væri þeim mikilvægt. Til að mynda hefði völva eftirlifandi ása rekið gistiheimili, Hómer og Ödipus rekið fornbókaverslun og lærimeistarinn Li Bai horfið í margar vikur í senn. Hænir átti fyrst erfitt með að skilja hvers vegna einsemd væri dýrmæt, en eftir að hann óx úr grasi, og sérstaklega eftir fyrstu ynginguna, skildi hann það.
   Eftir að Draupnir umbreyttist í gullaugað og þröngvaði sér inn í tóma augntóftina, og eftir því sem fleiri minningabrot rifjuðust upp fyrir Vilja, fengur margar af minningum Hænis nýja merkingu og jafnvel nýtt samhengi. Örfáum andartökum áður en hann steig inn í Skaparokkinn, þegar hann komst í snertingu við Babelsbrotið og fékk aftur vitrun, áttaði hann sig á því að hann hefði ekki aðeins hitt Gráu systurnar einu sinni áður, heldur tvisvar: Þær voru skógarnornirnar þrjár í Taiga eftir fyrstu yngingu hans fyrir tvö hundruð og einu ári. Þær voru í öðru gervi, annarri hliðstæðu.
   Gekk um síðir föðurefni á skapafund. Svo hljóðaði önnur lína í frumháttarsöngsins og hún var um það bil að rætast
   Vilji mundi eftir áþekkum systrum sem lifðu í heiminum fyrir Ragnarök, skapanornunum við brunninn hjá rótum Lífstrésins. Þær voru umsjónarmenn örlagaþráðanna sem þræddir voru við líflínur þeirra sem byggðu veröldina. Fleiri mikilvægar minningar Vilja myndu brátt brjótast upp á yfirborðið, hann fann fyrir þeim en gat ekki rifjað þær upp þá stundina.
   Tvíein sjálfsvera Hænis lagði saman tvo og tvo, rifjaði upp reynslu og þekkingu á sögu og goðsögum heimsins, því þetta lá í augum uppi, allt voru þetta sömu systurnar, í mismunandi búningi: Skapanornirnar við Urðarbrunn, skógarnornirnar fyrir ofan risann í Antero í Taiga, og Gráu systurnar í Nýja-Býsanz - og þær áttu sér fleiri hliðstæður, mun fleiri.
   En höfðu skaparanornirnar verið til allan tímann? Hvað vildu þær? Af hverju létu þær ekki vita af sér fyrr? Á hvaða upplýsingum sátu þær?
   Hænir var hér til að fá svör við mörgum spurningum.

(180-181)

Fleira eftir sama höfund

dauðaleit

Dauðaleit

Unglingsstúlka hverfur í undirgöngunum í Hamraborg í Kópavogi og það er eins og jörðin hafi gleypt hana
Lesa meira
hælið

Hælið

Saga sem fer á flakk um bæði tíma og rúm, þar sem drepsóttir fortíðar og aftökur í voginum koma við sögu
Lesa meira

Víghólar

Lesa meira

Ætar kökuskreytingar

Lesa meira

Nornasveimur

Lesa meira

Lísítsja

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Höður og Baldur

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Heljarþröm

Lesa meira

Gárungagap

Lesa meira