Beint í efni

Sagan af Daníel IV : Út úr blánóttinni

Sagan af Daníel IV : Út úr blánóttinni
Höfundur
Guðjón Sveinsson
Útgefandi
Mánabergsútgáfan
Staður
Ár
1999
Flokkur
Skáldsögur

Úr Sagan af Daníel IV: Út úr blánóttinni:

Nonni skynjaði glöggt að með þessari fjallgöngu vildi eða ætlaði Daníel að segja honum eitthvað, opinbera eitthvað – jafnvel biðja hann um eitthvað. Hvort hann svo væri maður til að uppfylla þær væntingar yrði að koma í ljós. Það vitnaðist ekki fyrr en tindinum væri náð. Daníel ætlaði greinilega ekki að ræða það er bjó í hjarta hans fyrr. Það greindist í ókyrri þögn hans. Loks keifuðu þeir andstuttir upp snarbratta gjót. Þar gnæfði stæltur kambur og ókleifur að sjá. Þessi gjóta var í vitund Hamarsmanna sú eina í veröldinni er bar þetta heiti með rentu, Gjót með stórum staf. Skuggar Gjótarinnar voru yfirþyrmandi. Þrengdu að. Stæltir hamraveggirnir gnæfðu yfir. Slúttu sums staðar fram yfir sig. Skammt neðan fjallsbrúnarinnar klofnaði hún við kambinn, þetta rismikla hamraþil sem virtist nokkurra faðma breitt og fleiri hundruð faðma hátt og bar við heiði með konunglegt svipmót, einart, meðvitað um óhagganleik sinn gagnvart þeim er um fóru. Á keifi sínu upp Gjótina námu mennirnir af og til staðar með reigt höfuð og horfðu til upphæða. Fundu smæð sína undir þessu mikilúðlega, mosavaxna og sprungna hamraþili, smíð ósýnilegs máttar sem engi vissi hvar bjó en mannkynið frá upphafi gert sér mismunandi myndir af. Þessi máttur hafði skreytt smíði sína marglitum skófum og mosa, nælt í það klettafrúm, burnirótum og sigurskúf er þessa sumarbjörtu daga bjuggu sig undir blómgun. Vögguðust í áttlausum súg er fór með dularfullan seið um Gjótina, sönglaði aldagamlar stemmur er náttúruöflin höfðu nóterað í mosann, í skófirnar og grjótið – og heiðríkjuna. Stöku fýlar svifu yfir. Fóru um í hljóðlausum dansi, dýfudansi, upp og niður endilanga Gjótina. Hurfu hátt í heiðið, sýndust sem fis í blámanum. Hrafnsgarg bergmálaði í eyrum. Fyrst í stað eygðu þeir ekki þá svörtu sem að líkindum voru hrafnahjón að vara unga sína við að gera engin heimskupör. Hættulegustu verur veraldar í næstu nánd.

(s. 230)

Fleira eftir sama höfund

Brot úr dagbók sjómanns: Skáldsöguleg skýrsla

Lesa meira

Ógnir Einidals

Lesa meira

Kvöldstund með pabba - Lítil saga handa börnum

Lesa meira

Saga af Frans litla fiskastrák

Lesa meira

Sagan af Daníel I : Undir bláu augliti eilífðarinnar

Lesa meira

Sagan af Daníel II : Vetur og vorbláar nætur

Lesa meira

Sagan af Daníel III : Á bárunnar bláu slóð

Lesa meira

Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum

Lesa meira

Með eitur í blóðinu

Lesa meira