Beint í efni

Á síðustu stundu

Á síðustu stundu
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Mrs. McGinty‘s Dead eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Frú McGinty finnst látin á heimili sínu og leigjandi hennar er handtekinn, leiddur fyrir rétt og sakfelldur fyrir morðið. Lögreglumaðurinn, sem rannsakaði ódæðisverkið, er þó ekki viss um að leigjandinn hafi í raun framið morðið og fær Hercule Poirot í lið með sér. Upphefst þá mikið kapphlaup við tímann enda þarf Poirot að komst til botns í málinu áður en leigjandinn verður tekinn af lífi fyrir glæp sem hann kann að vera saklaus af. 

Úr bókinni:

Spence aðstoðaryfirlögregluþjónn leit upp. Hann var rjóðari í framan en áður. Hann var dæmigerður sveitamaður, sviplítill og dulur með kænstkulegt en heiðarlegt augnaráð. Þetta var maður með ákveðna siðferðisvitund og hafði aldrei efast um sjálfan sig eða efast um hvað væri rétt eða rangt.

„Ég hef verið lengi í lögreglunni,“ sagði hann. „Ég hef mikla reynslu af hinu og þessu og er fullfær um að dæma fólk. Á ferlinum hef ég fengist við morðmál – sum mjög einföld, en önnur flóknari. Þú kannast við eitt þeirra, herra Poirot …“

Poirot kinkaði kolli.

„Það var flókið. Án þín hefðum við ef til vill ekki séð ljósið. En við gerðum það og það var enginn vafi. Það sama gilti um hin málin sem þú þekkir ekki. Til dæmis Whistler, hann fékkm akleg málagjöld. Svo voru það piltarnir sem skutu Guterman gamla. Síðan Verall og arsenikið hans. Tranter slapp – en hann var þrælsekur. Frú Courtland, hún var heppin. Maðurinn hennar var andstyggilegur og siðspilltur náungi og kviðdómurinn sýknaði hana þess vegna. Tilfinningarnar réðu, ekki réttlætið. Maður verður að sætta sig við að slíkt gerist öðru hverju. Stundum skortir sönnunargögn, stundum lætur fólk tilfinningarnar stjórna sér og stundum tekst morðingjum að blekkja kviðdóminn. Það gerist þó ekki oft, en það kemur fyrir. Stundum nær verjandinn að beita klókindum eða þá að sækjandinn tekur ranga stefnu. Ó, já, ég hef séð þetta allt. En … en …“

Spence lagði áherslu á orð sín með vísifingrinum.

„Ég hef aldrei séð saklausan mann hengdan. Það vil ég ekki sjá, herra Poirot,“ sagði Spence og bætti svo við. „Ekki í þessu landi!“

(14-5)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira