Beint í efni

Siglingin um síkin

Siglingin um síkin
Höfundur
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Skáldsögur


Um Siglinguna um síkin:
Gyða býr um stundarsakir hjá Sölva syni sínum. Hann ætlar að útvega henni íbúð í stað stóra hússins sem selt var en það dregst úr hömlu. Eiginmaðurinn Hallgrímur er dáinn og Svölu dóttur sína hefur hún hvorki séð né heyrt í áratugi en saknar hennar alltaf jafnsárt. Á daginn er Elena hjá henni, ung kona úr fjarlægu landi sem Gyðu fannst vakta sig eins og fanga. En Gyða er út undir sig og sleppur stundum undan vökulum augum Elenu. Einn slíkan frídag hittir hún Önund aftur, gamlan elskhuga sem sveik hana forðum, og fortíðin verður óumflýjanleg.


Úr Siglingunni um síkin:
Ég grét og grét eftir að Hallgrímur dó og skildi ekki hvers vegna. Við hföðum varla talast við í tvö ár og mér hafði nokkurn veginn tekist að ýta honum úr hugskoti mínu. Leit svo á að ég yrði að sætta mig við orðinn hlut. Tárin komu mér í opna skjöldu og þá ekki síður söknuðurinn. Ég fór að sakna Hallgríms og dró ekki andartak í efa að söknuðurinn væri einlægur, en núna hef ég mínar efasemdir. Ég held að ég sé ekki of hörð við sjálfa mig þótt ég fullyrði að söknuður minn hafi verið óekta. Ég gekkst upp í honum, líklega vegna þess að ég hafði þráð að eitthvað gerðist sem breytti lífi mínu. Auðvitað var eðlilegt að ég saknaði Hallgríms en það var ekki rétt af mér að ýkja þann söknuð. Um svipað leyti gerði ég aðra óþægilega uppgötvun. Fyrr á árum, þegar ég vildi láta ljós mitt skína í hópi vinkvenna minna, þeirra Helgu, Gullu og Möggu, greip ég ekki ósjaldan til Hallgríms og kvartaði undan honum við þær. Á vissu tímabili var mér til að mynda tíðrætt um þá óskammfeilni hans að sitja fram á rauða nótt við skrifborðið sitt og skrifa greinar „til að halda sér við í faginu“. Mér var kunnugt um að hann hefði stefnt hærra en að kenna bókmenntir í menntaskóla, hann dreymdi um að verða sér úti um doktorsgráðu en gerði sér sma´m saman ljóst að til þess skorti hann bæði tíma og peninga. Námslán voru ekki veitt til framhaldsnáms. Hann hafði ekki um neitt að velja og kaus þess vegna að skrifa greinar, kallaði það bæði í gamni og alvöru að leggja stund á fræðin. Hann vonaðist til að geta einhvern tíma minnkað við sig kennsluna og helgað sig þeim í ríkari mæli. Honum tókst að fá tvær að þrjár greinar birtar eftir sig ov ar sæll í sinni eins og lítill drengur. Ég samgladdist honum af ölluhjarta, djúp gleði hans snart mig og ég var stolt fyrir hans hönd, þangað til ég komast að því að stolt mitt byggðist á rótgróinni þörf fyrir að trúa á gáfur hans. Ég var að þurrka ryk af skrifborðinu hjá honum, þar sem hann hafði staflað blöðum og bókum og uppgötvaði þá mér til furðu og hrellingar að hann hafði skrifað sömu blaðsíðurnar upp aftur og aftur með sáralitlum breytingum. Af því dró ég þá ályktun að hann sæti  sem fastast við skrifborð sitt á síðkvöldum til þess eins að forðast mig. Ég býsnaðist lengi yfir þessu við vinkonur mínar. Tíminn leið, því að hann líður hvort sem maður vill eða ekki, og þar kom að ég neyddist til að segja þeim að Hallgrímur væri farinn frá mér, hefði farið bara sisona, en þagði um ástæðuna sem hann gaf. Og enn tifaði klukkan.
(36-8)

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Im Vertrauen

Lesa meira

Strejf : Roman

Lesa meira

Yfir Ebrofljótið

Lesa meira

Af manna völdum: tilbrigði um stef

Lesa meira

Samtal i enrum

Lesa meira

Le Passage de l'Èbre

Lesa meira

Das haben Menschen getan

Lesa meira

Hringsól

Lesa meira