Beint í efni

Skuggaskip

Skuggaskip
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Smásögur

Um bókina

Gyrðir Elíasson bæti hér enn við sagnaheim sinn, nýjum og sumpart margslungnari þráðum en áður.

Bernskuminningar, brothætt hjónalíf, innlit í fjarlæga framtíð, dularfullur skógur og handrit sem glatast, svo eitthvað sé nefnt – allt eru þetta viðfangsefni sem vert er að kynnast nánar í meðförum höfundarins.

Skuggaskip er tíunda smásagnasafn Gyrðis.

Úr Skuggaskipum


Þulan

Þau voru að mestu hætt að tala saman, að minnsta kosti um nokkuð sem máli skipti. En á kvöldin, þegar hann var sofnaður, því hann sofnaði alltaf á undan henni - það var óbrigðult - var hún farin að hvísla í eyrað á honum öllu því ömurlegasta sem hún gat munað, um það hvernig henni liði, hvernig hann væri orðinn, hvað allt væri vonlaust. Henni leið stundum betur eftir þessar játningar, sem hún hellti varlega líkt og bráðnu blýi í eyra hans meðan hann svaf.
  Honum leið aftur á móti enn verr en áður. Á morgnana, þegar hann vaknaði, var þögnin venjulega jafnvel dýpri en daginn á undan, einsog veðurlægð sem á sér engin takmörk, en þegar hann loksins rauf hana var það eftilvill bara til að segja að hann hefði dreymt svo illa, hann hefði séð breiða dökkgráa á renna framhjá húsi sem hann átti á bökkum hennar í draumnum, og áin hefði runnið hægt einsog járn úr deiglu. Niður þessa á flutu tjargaðir bátar, svipaðir gondólum í laginu, með svörtum seglum. Hann undraðist að þeir voru allir mannlausir. Þetta voru skuggaskip. Og hann hafði dýft hönd í ána og brennt sig, svo þegar hann dró hana snöggt upp úr seigfljótandi árstraumnum voru bara fingurbeinin eftir og rauk upp af þeim.

(102-103)

 

Fleira eftir sama höfund

The Water People

Lesa meira

Ljóð í Brushstrokes of Blue: The Young Poets of Iceland

Lesa meira

Tvífundnaland

Lesa meira

Tvíbreitt (svig)rúm eða Póesíbók númer eitt komma tvö

Lesa meira

Tvö tungl

Lesa meira

Heykvísl og gúmmískór

Lesa meira

Svefnhjólið

Lesa meira

Upplitað myrkur

Lesa meira

Bak við maríuglerið

Lesa meira