Beint í efni

Spennustöðin: stílabók

Spennustöðin: stílabók
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Tunglið
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Úr Spennustöðinni:

Börn geta verið svo grimm. Grimmd þeirra stafar af leikgleði og húmor. Nokkrum árum eftir að ég missti Þórhildi systur mína fórum við norður. Ég undi mér í smíðastofunni og við að príla utan á húsinu. Þetta hefur verið um sumar því við fórum ekki á skíði. Ég lék dauðan mann. Var upptekinn af kúrekum og indjánum og byssum og dauðdögum. Ég lagðist endilangur á ganginn meðfram spennustöðinni, höfuðið lá fram af brík og sjáöldrin voru glennt. Ég hugsaði ekkert sérstaklega merkilegt. Í mesta lagi: Þetta gæti verið flott stelling í bíómynd. Eða: Það væri fyndið ef einhver kæmi að mér. Þá kom pabbi niður tröppurnar. Hann nam staðar og kallaði til mín. Ég svaraði engu og bærði ekki á mér. Hann kallaði nafn mitt aftur. Þá svaraði ég. Reis upp við dogg. Pabbi reiddist þessum ljóta leik. Ég lofaði að gera þetta aldrei aftur. Hann hefði getað fengið hjartaáfall.

Nú þykist hann vera dáinn. Samt gæti hann risið upp við dogg á hverri stundu og birst í dyrunum eins og hann er vanur. Á hlaupum því hann var upptekinn maður að eðlisfari. Hann gæti útskýrt að þetta hefði verið ljótur leikur sem var hugsaður sem saklaust grín. Hann gæti lofað að gera þetta aldrei aftur.

(16-17)

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Hælið

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Stefnuljós

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira