Beint í efni

Stefnumót við dauðann

Stefnumót við dauðann
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Ugla
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Appointment with Death eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Illgjörn bandarísk ekkja finnst látin í hinni fornu borg Petra í Landinu helga. Margir vildu hana feiga en örlítið far eftir sprautunál er eina vísbendingin um að hún hafi ekki dáið eðlilegum dauðdaga. Hercule Poirot tekur að sér að komast að hinu sanna innan sólarhrings.

Úr bókinni:

Ef til vill hafði Sara verið aðeins of vingjarnleg við þennan pilt vegna þess að af einhverri óskiljanlegri ástæðu hafði hún vorkennt honum. En nú hafði komið í ljós að hann var bara ókurteis og montinn ungur Bandaríkjamaður!

Sara skrifaði ekki bréfin sem hún hafði talað um heldur settist niður fyrir framan snyrtiborðið sitt, greiddi hárið frá enninu, leit í brún, áhyggjuflull augun í speglinum og velti fyrir sér stöðu sinni í lífinu.

Hún hafði nýlega gengið í gegnum erfiðleikatímabil í tilfinningalífinu. Mánuður var liðinn síðan hún sleit trúlofun sinni við ungan lækni sem var fjórtán árum eldri en hún. Þau höfðu verð mjög hrifin hvort af öðru en höfðu haft of líka skapsmuni. Rifrildi og ósætti komu oft upp. Sara var of ráðrík til að láta stjórna sér. Eins og margar aðrar stoltar konur hafði Sara haldið að hún væri hrifin af sterkum mönum. Hún hafði talið sér trú um að hún vildi láta stjórna sér. En þegar hún hitti mann sem hafði stjórn á henni komst hún að því að það var henni alls ekki að skapi! Það hafði reynst henni erfitt að slíta trúlofuninni en hún var það raunsæ að hún gerði sér grein fyrir því að gagnkvæm hrifning ein og sér gat ekki verið grundvöllur ævilangrar hamingju. Hún hafði farið í utanlandsferð til að reyna að gleyma áður en hún hóf starfsferil sinn fyrir alvöru.

Sara hætti að hugsa um fortíðina og sneri sér að nútíðinni.

„Ætli dr. Gerard fáist til að ræða um starfið? Hann á svo merkileg afrek að baki. Ef hann myndi nú taka mig alvarlega … Ef til vill … ef hann fer til Petra …“

Síðan reikaði hugurinn aftur að undarlega og ruddalega unga Bandaríkjamanninum. Hún efaðist ekki um að návist fjölskyldu hans hafði valdið því að hann hegðaði sér svona furðulega, en samt sem áður var hún reið út í hann. Það var í raun fáránlegt að hann skyldi leyfa fjölskyldunni að kúga sig svona – sérstaklega þar sem hann var karlmaður!

En samt … Undarleg tilfinnig fór um hana. Það var eitthvað furðulegt við þetta allt saman.

Skyndilega sagði hún upphátt: „Þessi piltur vill láta bjarga sér! Ég ætla að sjá til þess að það verði gert!“

(21-2)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira