Beint í efni

Stjórnlaus lukka

Stjórnlaus lukka
Höfundur
Auður Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Skáldsögur

Úr Stjórnlausri lukku:

Þegar ég var háttuð og lögst upp í rúm kom mamma til að kyssa mig góða nótt. Hún hélt á blautum þvottapoka og niðurskorinni sítrónu á undirskál.
 Ég settist upp og lagði bókina frá mér.
 Hæ, elskan, hvíslaði hún og brosti. Má ég tylla mér?
 Ég kinkaði kolli samþykkjandi og færði mig innar í rúmið þegar hún settist. Hún var í gömlum, bróderuðum náttkjól af ömmu og svart hárið bylgjaðist þykkt og sítt niður á hvítan kjólinn: Hún var falleg.
 Hún var mjúk, blíð og hæg. Andstætt hugsunum hennar, löngunum og vonum sem voru ráðvilltar, örar og svo ágengar að hún hundsaði þær.
 Í rauninni hefur hún gert það síðan daginn sem hún sagði skilið við Traust, vini sína, frönsku bókmenntirnar og fararstjórastörfin á Ítalíu. Hún sagði skilið við allt. Hún fór. Og hún fór hingað...
 Ég veit ekki hvers vegna. Veit ekki einu sinni hvort ég muni nokkurn tímann skilja það. Og þaðan af síður hvort hún skilji það sjálf. Hún gerði það bara.
 Á daginn reynist henni auðveldara að hundsa ágenga þanka. Hún fær sér bara heimabrugg, þvær þvott, bakar sandköku eða leggur hárið á Guddu.
 Undir nóttina kemst hún ekki undan ertandi hugsunum. Ekki þegar hún stendur andspænis baðherbergisspeglinum í hvítum náttkjól með slegið hár og nýþvegið andlit.
 Þá birtist henni gamla myndin sem hún geymir í minningakoffortinu. Myndin af litlu stelpunni í stutta kjólnum og lakkskónum, stelpunni sem heldur í höndina á virðulegri konu. Myndin af ömmu og mömmu, móður og dóttur.
 Og hún kemur inn til mín. Svo fín, falleg og blíð, tekur í höndina á mér og segir: Góða nótt, ástin mín.

(s. 82 - 83)

Fleira eftir sama höfund

Daarginds

Lesa meira

Folket i kjällaren

Lesa meira

Ósjálfrátt

Lesa meira

Fólkið í kjallaranum

  
Lesa meira

Litli lögfræðingurinn

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Vetrarsól

Lesa meira

107 Reykjavík

Lesa meira

Stóri skjálfti

Lesa meira