Beint í efni

Strákaklefinn: byggt á raunverulegum atburðum

Strákaklefinn: byggt á raunverulegum atburðum
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Menntamálastofnun
Staður
Kópavogur
Ár
2017
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Bók í flokknum Auðlesnar sögubækur sem er á léttu máli, einkum ætlaður nemendum á mið- og unglingastig grunnskóla sem ekki geta lesið langa texta.

Hvað gerðist í strákaklefanum? Hvað voru stelpurnar að gera þar inn? Guðmundur skólastjóri hefur safnað krökkum saman í stofu 5 til að fara yfir óþægilega atburðarásina.

Bókin er aðgengileg á vef Menntamálastofnunar.

Úr Strákaklefanum

„Hvað í fjáranum gerðist eiginlega, ha?“

Guðmundur skólastjóri var reiður. Hann var miklu meire an það. Hann var algerlega brjálaður. Það litla hár sem hann var með á höfðinu stóð beint upp í loft eins og alltaf þegar hann æsti sig. Sem var reyndar mjög sjaldan. Þau höfðu í rauninni aldrei áður séð hann æsa sig. Því var það svolítið áfall fyrir þau öll að sjá hann í þessum ham.

Krakkarnir sátu allir í hring inni í stofu 5 og horfðu skömmustulegir á gólfið. Allir nema Júdita. Hún var hjá hjúkkunni. Út um gluggann hefðu þau getað séð mömmu Júditar koma hlaupandi frá bílastæðinu við skólann. Hún leit út fyrir að hafa komið beint úr vinnunni því hún var merkt einhverju hóteli í bak og fyrir. Hún var taugaveikluð, hrædd, reið og sár, allt á sama tíma. Það var snjór yfir öllu, skaflarnir á skólalóðinni gerðu henni erfitt fyrir sem og vindurinn sem reif í hárið og sló því í andlit hennar.

„HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA? HA?“ hrópaði Guðmundur þar sem hann stóð inni í miðjum hringnum.

Enginn svaraði. Enginn hreyfði sig.

Þó að allir krakkarnir störðu á gólfið var munur á strákunum og stelpunum. Strákarnir skömmuðust sín á meðan stelpurnar virtust alveg til í að fara aftur að slást. Það brann eldur úr augunum á Fatímu.

(6-7)

 

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira